Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 70

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 70
Úr mjólkinni er unnið þurrmjólkurduft að miklum meirihluta, einnig smjör, skyr og rjómi, og er það sent eftir hendinni til Reykjavíkur, þegar færð leyfir og framboð er minnst í höfuðstaðnum á mjólkurvörum af Suðurlandsundir- lendinu. Þurrmjólkurduftið er mest notað til sælgætisgerðar, brauðgerðar og þess háttar, og er nokkuð stöðugur markaður fyrir það í landinu. I mjólkur- samlaginu starfa 5—6 menn að jafnaði. í undirbúningi er stækkun hússins og endumýjun véla, því að mjólkurframleiðslan fer ört vaxandi í héraðinu. Sláturfélagið lét endurbyggja slátur- og frystihús sín á síðastl. ári, og verður þvi verki ekki að fullu lokið fyrr en haustið 1956. Verður þá liægt að slátra 1200—1500 fjár daglega. Frystihúsið var stækkað, og verður þá hægt að geyma í því um 24.000 skrokka, þegar viðbótin verður tekin í notkun. En reiknað er með að nokkur útflutningur á kjöti verði frá höfnum hér norðan lands á liaustin, svo að geymsluþörf ætti að verða fullnægt a. m. k. í náinni framtíð. Hafnleysið háir hér verzluninni talsvert. Þó hefur verið unnið að því að lengja bryggjuna á undanförnum árum, og er hún orðin ca. 140 metra löng. Ekki geta nema minnstu skipin lagzt að henni, og það ekki nema í góðu veðri, t. d. Skjaldbreið, Litlafell og þaðan af minni bátar. Vörum, sem korna með stærri skipum, verður að skipa upp á Skagaströnd og flytja svo á bifreiðum til Blönduóss, 25 km veg, og hefur það mikinn kostnað í för með sér. Segja þó fróðir menn, að ekki þurfi að bæta nema tveimur steinkerjum (ca. 20 metrum) við bryggjulengdina, til þess að millilandaskip okkar Islendinga geti lagzt að henni og athafnað sig dýpisins vegna, en eins og ég sagði áðan, er ekki hægt að skipa þar upp vörum eða út, nema í góðu veðri og sjólausu. Er það von manna hér, að úr þessu rætist á næstu árum, enda talsvert atvinnu- tap fyrir Blönduósbúa, meðan svona er, því miklar fjárgreiðslur fara til Skaga- strandar fyrir uppskipunarvinnu á ári hverju, sem annars lentu að miklu leyti í höndum verkamanna hér. Afnueli. 25. jan.: Héraðslæknir Páll V. G. Kolka, 60 ára. Honum var haldið fjölmennt samsæti. — 8. ágúst: Margrét Þorsteinsd<)ttir, Blönduósi, 90 ára. Hún var gift F.inari Einarssyni, Andréssonar frá Bólu. — 14. sept.: Jón Einarsson, form. Verkalýðsfélagsins, 60 ára. Honum var haldið fjölmennt samsæti. — 2. des.: Helga Jónsdóttir, Hróbjartssonar, frá Gunnfríðarstöðum, 60 ára. Kvennaskóli Húnvetninga minntist 75 ára afmælis síns dagana 21. og 22. maí með ágætri sýningu á handavinnu námsmeyja frá sl. vetri og einnig sýningu á gömlum handavinnumunum frá Ytri-Eyjarskóla. Seinni daginn var fjölmenn samkoma á skólasetrinu, og mætti þar fjöldi námsmeyja og kennslukvenna frá fyrri og síðari árum. Var þar mikið um ræðuhöld, söng, ávörp o. fl. Voru skólanum og sjóðum í vörzlum hans færðar margar gjafir, bæði í munum og reiðu fé. Dánardagur. 7. júní andaðist hér Konráð Díomedesson, kaupmaður, tæpra 45 ára, eftir langa vanheilsu. — í sama mánuði andaðist Guðmundur Hjálmars- son, 96 ára að aldri. Hann bjó hér á Bliinduósi í 40—50 ár, og var elzti maður 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársritið Húnvetningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.