Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 74

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 74
Húnaþingi er af Björgunum, þar sem vegur þessi liggur yfir þau. Má því búast við, að hann verði fjölfarinn, þar sem hann líka er leiðin til Borgar- virkis, norðan að. Þá skulu hér nafngrcindir nokkrir menn, sem nú gegna opinberu starfi hér í sveit: Oskar Levý, bóndi, Osum, hreppstjóri og sýslunefndarmaður. I hreppsncfnd cru Jóliannes Lcvý, bóndi, Ilrísakoti, Jóscf Magnússon, bóndi, Hvoli, Sölvi Guttormsson, bóndi, Síðu, og Tausti Sigurjónsson, bóndi, Hörg- hóli. Jóhanncs Levý er oddviti sveitamefndar. Janúar ’56. FRÉTTABRÉF ÚR KIRKJUHVAMMSHREPPI A árinu 1955 má tclja frekar hagstætt tíðarfar hér í sveit. Veturinn fremur snjóléttur og fénaður allur vel framgcnginn. A sauðburði gcrði mikið snjó- hret, scm ekki mun þó hafa valdið tjóni á fénaði svo tcljandi sé. Grasspretta varð allgóð á túnum, þó gekk hcyskapur scint vcgna votviðra, gras spratt úr sér, en hev hraktist ekki til muna. F'é rcyndist vænna í haust en á sl. ári, meðalkjötvigt dilka var rúm 15 kg. Þyngsti dilkskroppurinn, sem inn var lagður hjá K.V.H., vó 28.5 kg, eign Jóns Gunnlaugssonar, Sauðá. Nokkuð var unnið í hreppnum með jarðýtum á vcgum Ræktunarsam- bands sýslunnar, þó var ckki hægt að fullnægja þörfum bænda á því sviði, á þó Ræktunarsambandið 5 jarðýtur. Nokkrar byggingaframkvæmdir voru í sveitinni, aðallega voru byggð fjárhús og heygeymslur. Búnaðarfélagið keypti steypuhrærivél á árinu, sem það lánar út til féiags- manna og er það mikilsvert fyrir þá sem em að byggja. F'ormaður Búnaðar- félagsins er Bjarni Sigurðsson bóndi á Vigdísarstöðum. I sveitinni starfa tvö sauðfjárræktarfélög, í norðurhlutanum Sauðfjárrækt- arfélagið „Vatnsnesingur“, formaður Loftur Þ. Jósefsson bóndi á Asbjarnar- stöðum, en í framhlutanum Sauðfjárræktarfélagið „Prúður“, formaður Bjarni Sigurðsson, Vigdísarstöðum. Hér cr starfandi ungmennafélagið „Hvöt“, formaður Olafur Þórhallssoti, kennari og bóndi á Syðri-Anastöðum. Tvö kvenfélög eru í sveitinni, „Von“, forinaður lngibjörg Daníelsdóttir, húsfrú á Bergsstöðum, og „Sigurósk“, formaður Ingibjörg Þórhallsdóttir, hús- frú á Syðri-Sauðadalsá. Hreppsncfndina skipa fimm menn, oddviti er Jón R. Jóhannesson bóndi á Syðri-Kárastöðum, ltyfirðingur að ætt, átti sextugsafmæli 17. des. sl. Var þá fjölmenni mikið saman komið á heimili hans og gleðskapur góður. Voru afmælisbarninu færðar gjafir, sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu sveitarinnar í nærfellt tuttugu ár. Aðrir í hrcppsnefnd eru: Árni Á. Hraundal bóndi í Grafarkoti, Bjarni 72

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.