Andvari - 01.01.2012, Qupperneq 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
honum baki. Minnir þetta á þekkt kvæði sem Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra
Islands, kvað eitt sinn og nefndi Afram. Seinna erindið er á þessa leið:
Og mundu þótt í votri vör
þú velkist fyrir sandi
að bylgjur þær sem brjóta knör,
þær bera þó að landi,
og stormur þurrkar segl í svip,
þótt setji um stund í bleyti,
og - alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti.
Til gamans má rifja upp ágreining um túlkun þessa erindis frá því fyrir tæpri
öld, milli helsta bókmenntaskýranda þess tíma og skáldsins sjálfs. - Arið 1914
birti Guðmundur Finnbogason ritdóm í Skírni um Sögu Borgarættarinnar
eftir Gunnar Gunnarsson. Ræðir hann þar um hinn örlagaríka atburð í sög-
unni þegar Ormar kastaði frá sér vísum frama sem fiðluleikari og segir: „Mér
finnst ég kannast ofurvel við eðli Ormars Örlygssonar, að vilja geta unnið
sigurinn, en hirða ekki um sigurinn sjálfan, hafa óbeit á því að vaka yfir því,
sem þegar er fengið, og gera sér mat úr því. Islendingar eru góðir í áhlaupi,
síður til úthalds. Þá vantar oft metnað til framhalds og þaulsetu, og þeir eru
gjarnir á að skipta um markmið og láta vaða á súðum -
alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti -
finnst mér vera rammíslenskt. Og hver veit þó, hvað er íslenskt og ekki ís-
lenskt?“
Hannesi Hafstein líkaði engan veginn þessi túlkun og skrifaði Guðmundi
að bragði bréf þar sem hann mótmælir því að þessi orð séu tilfærð „sem
sönnun fyrir hringlandahætti og skorti á metnaði og þaulsækni, gjarnleik til
að skipta um skoðanir, og guð veit hvað.
Sérðu ekki, maður, að þetta er alveg þveröfugt? Orðin, sem þú tilfærir,
eru einmitt, að mínu litla viti, eitthvert sterkasta, mér liggur við að segja
ósvífnasta málróf um þrásækni, tillitslausa framsókn og víkingslegan ofur-
huga, - gerir ekkert, þótt byrðingurinn molist og öll skipshöfnin drukkni, ef
aðeins lyftingarbúi sjálfur getur synt í land. Þá fær hann sér nýtt skip og aðra
menn til þess að halda áfram því, sem hann ætlar sér!“ (Bréf skáldanna til
Guðmundar Finnbogasonar, 1987, 123-24, 133)
*
Eitt af því sem spurt verður um í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrár-
frumvarpið er það hvort fólk vilji að þjóðkirkjan njóti áfram stjórnarskrár-