Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 10

Andvari - 01.01.2012, Side 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARl verndar eða ekki. Staða þjóðkirkjunnar hefur verið erfið síðustu ár. Það er slæmt því hún á, ef allt er með felldu, að vera andleg kjölfesta í þjóðlífinu og geta staðið af sér dægursveiflur. Það væri illa farið ef hróflað yrði við stjórn- arskrárvernd hennar. Auðvitað er trúfrelsi í landinu og enginn getur haldið því fram að ákvæðið um þjóðkirkju sem ríkisvaldinu ber að styðja og vernda hafi á nokkurn hátt þrengt að því frelsi - eða frelsi til að trúa ekki. Hins vegar verða menn að halda aðgreindu trúfrelsi og trúarbragðajafnrétti. Við þurfum að virða trúfrelsið, gefa söfnuðum utan þjóðkirkjunnar það svigrúm sem þeir þurfa og tryggja þeirra rétt, svo og hinna sem kjósa að standa utan allra trú- félaga. En það er aðeins viðurkenning á sögulegri staðreynd að ætla þjóð- kirkjunni áfram sérstaka stöðu í samfélaginu, - slíka stöðu hefur hún alltaf haft. Sem þjóðkirkja á hún að þjóna öllum landsmönnum. Engin önnur trúar- samtök taka sér slíkar skyldur á herðar né munu gera. í ritstjórnarpistlum á síðustu árum hefur annað slagið verið vikið að kirkj- unni. Enn á þessu ári er tilefni til þess. Karl Sigurbjörnsson lét af embætti biskups íslands og Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin til þess embættis, fyrst kvenna. Það sætir auðvitað verulegum tíðindum og við má bæta að Solveig Lára Guðmundsdóttir var á árinu kjörin vígslubiskup í Hólastifti. Þetta var því sögulegt ár fyrir þjóðkirkjuna, en biskupsdómur kvenna var umfram allt eðli- legt framhald á þeirri þróun að konur setja nú vaxandi svip á klerkastéttina. Ekki leikur vafi á að það var almennt skynsamlegt fyrir kirkjuna eins og mál standa nú að velja konu í biskupsembætti, þar sem sú persóna sem því gegnir er óhjákvæmilega andlit þjóðkirkjunnar og helsti málsvari. Frú Agnesi er óskað velfarnaðar í embætti. Þegar Karl Sigurbjörnsson vígði hana á liðnu sumri ræddi hann um biskupsembættið og fjarri fór því að hann fegraði það fyrir eftirmanni sínum. Það er ekki þrautalaust, sagði hann, ef biskupinn fylgir ekki hinum ráðríka tíðaranda og „rétthugsun" hverju sinni, þá fær hann strax að kenna á illvígu aðkasti. Þetta fékk Karl biskup að reyna. Hann vildi halda í aldagamlar hefðir kirkjunnar, skilgreiningu á hjónavígslu sem sáttmála karls og konu. Slíkt var hægt að gera og heimila jafnframt og blessa hjúskap samkynhneigðra. En á þetta vildu menn ekki hlusta og jafn- vel heyrðust þær raddir að öllum prestum yrði beinlínis gert skylt að vígja samkynhneigð pör, sem náði þó ekki fram að ganga. - Annað sem fráfarandi biskupi varð mótdrægt var þegar kynferðisbrotamál komu á ný upp á yfir- borðið innan þjóðkirkjunnar af fullum þunga. Þau urðu kirkjunni mjög erfið og bitnuðu harkalega á biskupi, þótt auðvitað séu það lögregla og eftir atvik- um dómsvald sem fyrst og fremst eiga að taka á slíkum málum. Það er fróðlegt athugunarefni hvernig trúmálaafstöðu þjóðarinnar hefur verið háttað á síðustu öld, eftir að einokunarstaða hinnar lúthersku kirkju var afnumin. í þessu Andvarahefti er birt grein um ævisögur þriggja kennimanna sem starfandi voru um aldamótin 1900 og upp úr þeim. Þessir menn eru:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.