Andvari - 01.01.2012, Side 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARl
verndar eða ekki. Staða þjóðkirkjunnar hefur verið erfið síðustu ár. Það er
slæmt því hún á, ef allt er með felldu, að vera andleg kjölfesta í þjóðlífinu og
geta staðið af sér dægursveiflur. Það væri illa farið ef hróflað yrði við stjórn-
arskrárvernd hennar. Auðvitað er trúfrelsi í landinu og enginn getur haldið
því fram að ákvæðið um þjóðkirkju sem ríkisvaldinu ber að styðja og vernda
hafi á nokkurn hátt þrengt að því frelsi - eða frelsi til að trúa ekki. Hins vegar
verða menn að halda aðgreindu trúfrelsi og trúarbragðajafnrétti. Við þurfum
að virða trúfrelsið, gefa söfnuðum utan þjóðkirkjunnar það svigrúm sem þeir
þurfa og tryggja þeirra rétt, svo og hinna sem kjósa að standa utan allra trú-
félaga. En það er aðeins viðurkenning á sögulegri staðreynd að ætla þjóð-
kirkjunni áfram sérstaka stöðu í samfélaginu, - slíka stöðu hefur hún alltaf
haft. Sem þjóðkirkja á hún að þjóna öllum landsmönnum. Engin önnur trúar-
samtök taka sér slíkar skyldur á herðar né munu gera.
í ritstjórnarpistlum á síðustu árum hefur annað slagið verið vikið að kirkj-
unni. Enn á þessu ári er tilefni til þess. Karl Sigurbjörnsson lét af embætti
biskups íslands og Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin til þess embættis, fyrst
kvenna. Það sætir auðvitað verulegum tíðindum og við má bæta að Solveig
Lára Guðmundsdóttir var á árinu kjörin vígslubiskup í Hólastifti. Þetta var því
sögulegt ár fyrir þjóðkirkjuna, en biskupsdómur kvenna var umfram allt eðli-
legt framhald á þeirri þróun að konur setja nú vaxandi svip á klerkastéttina.
Ekki leikur vafi á að það var almennt skynsamlegt fyrir kirkjuna eins og mál
standa nú að velja konu í biskupsembætti, þar sem sú persóna sem því gegnir
er óhjákvæmilega andlit þjóðkirkjunnar og helsti málsvari.
Frú Agnesi er óskað velfarnaðar í embætti. Þegar Karl Sigurbjörnsson vígði
hana á liðnu sumri ræddi hann um biskupsembættið og fjarri fór því að hann
fegraði það fyrir eftirmanni sínum. Það er ekki þrautalaust, sagði hann, ef
biskupinn fylgir ekki hinum ráðríka tíðaranda og „rétthugsun" hverju sinni,
þá fær hann strax að kenna á illvígu aðkasti. Þetta fékk Karl biskup að reyna.
Hann vildi halda í aldagamlar hefðir kirkjunnar, skilgreiningu á hjónavígslu
sem sáttmála karls og konu. Slíkt var hægt að gera og heimila jafnframt og
blessa hjúskap samkynhneigðra. En á þetta vildu menn ekki hlusta og jafn-
vel heyrðust þær raddir að öllum prestum yrði beinlínis gert skylt að vígja
samkynhneigð pör, sem náði þó ekki fram að ganga. - Annað sem fráfarandi
biskupi varð mótdrægt var þegar kynferðisbrotamál komu á ný upp á yfir-
borðið innan þjóðkirkjunnar af fullum þunga. Þau urðu kirkjunni mjög erfið
og bitnuðu harkalega á biskupi, þótt auðvitað séu það lögregla og eftir atvik-
um dómsvald sem fyrst og fremst eiga að taka á slíkum málum.
Það er fróðlegt athugunarefni hvernig trúmálaafstöðu þjóðarinnar hefur
verið háttað á síðustu öld, eftir að einokunarstaða hinnar lúthersku kirkju var
afnumin. í þessu Andvarahefti er birt grein um ævisögur þriggja kennimanna
sem starfandi voru um aldamótin 1900 og upp úr þeim. Þessir menn eru: