Andvari - 01.01.2012, Page 19
ANDVARI
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
17
misstu 27 kennarar við skólann störf sín eða hurfu á braut af sjálfs-
dáðum, þeirra á meðal píanósnillingurinn Artur Schnabel og selló-
leikarinn Emanuel Feuermann.
Þessi straumhvörf upplifði Róbert enda hvarf hann ekki frá námi
við skólann fyrr en vorið 1934. Þá var andrúmsloftið orðið þrúgandi.
Tilkynnt var að nemendur yrðu að taka þátt í flokksgöngu nasista 1.
maí, og frá og með sumarönninni var þeim skylt að sitja námskeið þar
sem innræta átti hugmyndafræði þjóðernissósíalista. Þegar unga mann-
inum var meinað að stjórna skólahljómsveitinni á þeim forsendum að
hann væri „Nichtarier“ varð honum endanlega ljóst að í slíku ríki ætti
hann enga framtíð.14 Nasistar voru heldur ekki lengi að rífa niður ævi-
starf föðurins: í uppsláttarritum yfir tónlist var lítið gert úr framlagi
hans til fræðanna og fyrrum samstarfsmenn hans af gyðingaættum
voru flæmdir úr stöðum sínum: Hornbostel flýði til Bretlands og Curt
Sachs til New York.15
Draumar um glæstan feril í höfuðborg listanna voru því að engu
orðnir, að minnsta kosti um stundarsakir. Róbert neyddist til að yfirgefa
móður sína, bróður og vini. Hann þurfti einnig að kveðja elskuna sína,
Emmy Schulz, sem var efnilegur píanónemandi við Tónlistarháskólann.
Hún varð eftir í Berlín og þau skiptust oft á bréfum næstu árin í þeirri
von að geta tekið upp þráðinn síðar. En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Þegar stríðið var á enda og bæði höfðu stofnað fjölskyldu sá Róbert
til þess að Emmy og eiginmaður hennar, sem var tónskáld og fyrrum
nemandi Pauls Hindemith, fengju matarpakka frá Rauða krossinum
og fatasendingar frá Islandi. Börn þeirra hjóna kölluðu hann „Onkel
Robert“ og skrifuðust á við fjölskylduna á íslandi svo að áratugum
skipti.16
s
I París og Kaupmannahöfn
Róbert hélt fyrst til Parísar, tuttugu og tveggja ára gamall. Hann kunni
tungumálið og hefur líklega gert sér vonir um að í slíkri menningar-
borg byðist honum frekara nám og jafnvel starf þegar fram liðu stundir.
I París sótti hann námskeið hjá Hermanni Scherchen í hljómsveitar-
stjórn. Scherchen var sjálfur Berlínarbúi, að mestu sjálfmenntaður í
tónlist en hafði náð undraverðum árangri í list sinni; hann stýrði meðal
annars frumflutningi á tímamótaverkinu Pierrot lunaire eftir Arnold