Andvari - 01.01.2012, Page 21
ANDVARI
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
19
misjafnar. Róbert hafði aldrei áður haldið tónleika sem fullnuma tón-
listarmaður; auðvitað átti hann sitthvað ólært. Að mati eins blaðadóm-
ara var hann „kúltíveraður músíkant og öruggur í stíl“ en öðrum þótti
vanta upp á skýrleika í dýnamískri mótun og sagði hann að í heild hefði
túlkunin verið of rómantísk.19 Harðasta dóminn felldi Sven Lunn sem
hafði eitt sinn verið píanónemandi Haraldar Sigurðssonar en starfaði
nú við Konungsbókhlöðuna og veitti síðar tónlistardeild hennar forstöðu.
Hann taldi tónleikaröðina „mikil vonbrigði“, að stjórnandinn hefði „engin
persónuleg tengsl“ við hina gömlu tónlist og að músíkalskir hæfileikar
hans væru síður en svo augljósir.20 Þá hlýtur hinum unga stjórnanda að
hafa sárnað þegar tveir gagnrýnendur - annar þeirra Erik Abrahamsen,
mætur háskólaprófessor í tónlistarfræði - fullyrtu að Danmörk ætti
nóga unga tónlistarmenn sem stæðu Berlínarbúanum jafnfætis, ef ekki
framar.21 Róbert reyndist því lítill fengur í blaðadómum um tónleikana í
Glyptotekinu og ólíklegt var að þeir myndu opna honum dyr að dönsku
tónlistarlífi.
Örlög Róberts réðust því með öðrum hætti en hann hafði séð
fyrir. Lis Jacobsen hafði kynnt hann fyrir mörgum vinum sínum og
samstarfsmönnum og meðal þeirra voru nokkrir eyjarskeggjar úr
Norðurhöfum. Þeir sögðu honum eitt og annað um land sitt og þjóð,
og þá fór að hvarfla að honum að þangað kynni hann að eiga erindi,
að minnsta kosti þar til Þýskaland losnaði úr klóm nasismans.22 Einn
þessara manna var Jakob Benediktsson, sem minntist þess æ síðan hve
maðurinn ungi var „brennandi í andanum“ og hugði gott til þess að því-
líkur liðsmaður bættist íslensku tónlistarlífi.23 Að endingu var haldið
á fund Sveins Björnssonar, þáverandi sendiherra íslands í Danmörku.
Sendiherrann hlýddi með athygli á ráðagerðir unga mannsins og reyndi
varfærnislega að skýra út fyrir honum að þar væri sennilega lítið verk-
svið fyrir mann með svo mikla menntun; þar væri engin sinfóníuhljóm-
sveit og tónlistarlíf allt enn í reifum. Sveinn hugsaði sig lengi um og
mælti loks: „Hvis De vil rejse til Island til at blive millionær, skal De
ikke tænke pá det, - men vil De hjælpe til, sá skal De være hjertelig
velkommen.“24 Frú Jacobsen átti fleiri vini sem voru reiðubúnir að
aðstoða unga manninn við praktísk mál: sagnfræðingurinn Erik Arup
skrifaði Hermanni Jónassyni - þá forsætisráðherra - og tryggði Róbert
atvinnu- og landvistarleyfi25 Eftir ársdvöl í kóngsins Kaupinhafn var
haldið á nýjar slóðir, enn fjær heimsmenningunni sem hafði fóstrað
piltinn fram til þessa.