Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 24

Andvari - 01.01.2012, Page 24
22 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI óútreiknanlegt gagn, ef starfskraftar hans fengju notið sín og menn kynnu að meta hann réttilega.“32 Ekki leið á löngu þar til reyndi á þessi orð Askels. í september 1936 auglýsti Róbert í blöðum eftir söngfólki sem hefði áhuga á að stofna sextán manna kammerkór, eða „ferfaldan kvartett-kór“ eins og það var orðað. Undirtektir voru svo góðar að „Samkór Roberts Abraham“ tók til starfa síðar um haustið og efndi til sinna fyrstu tónleika í apríl 1937.33 Efnisskráin var allt annað en dæmigerð fyrir íslenskan lands- byggðarkór, kórþættir úr miklum tónsmíðum eftir Bach, Haydn, Gluck og Brahms, og textarnir allir þýddir á íslensku. Róbert gerði sér far um að flytja meistaraverk sem sjaldan eða aldrei höfðu heyrst hér á landi og þótti mörgum árangurinn undraverður á svo skömmum tíma. í maí 1938 voru fluttir kórar úr Requiem eftir Verdi og Pýskri sálumessu eftir Brahms, meðal annars sorgargöngulagið úr síðarnefnda verkinu: „Því mannsins hold, það er sem gras.“ Sá flutningur var svo áhrifamikill að ungur piltur í áheyrendahópnum, Jón Þórarinsson, minntist hans áratugum síðar þegar Róbert stjórnaði verkinu í heild og sagði að þegar hann heyrði flutning þess kæmi túlkunin fyrir norðan sér jafnan í hug.34 Ekki var síður nýmæli að heyra Ófullgerðu hljómkviðu Schuberts eða Coriolan- og Egmont-forleiki Beethovens leikna fjórhent á píanó af söngstjóranum og Jórunni Norðmann en slík atriði voru fastur liður á tónleikum kórsins. Ýmsir voru vantrúaðir á það framan af að nýr kór með lítt þekktan mann í fararbroddi hlyti brautargengi í bænum, því að þar voru þegar starfandi þrír kórar og átti hver sitt, bæði hvað snerti söngvara og stuðningsfólk: Karlakór Akureyrar, Karlakórinn Geysir og Kantötukór Akureyrar. En smám saman óx Samkór Abrahams fiskur um hrygg, hann hlaut inngöngu í Samband blandaðra kóra og söng nokkrum sinnum í Ríkisútvarpið.35 Slík var eftirsóknin í að syngja í kórnum að hann varð að endingu tvöfalt stærri en lagt var upp með, í honum voru 16 konur og jafnmargir karlar. Vinsældirnar meðal bæjarbúa voru líka ótvíræðar; yfirleitt þurfti að endurtaka tónleikana til að anna eftirspurn og svo mátti heita að hvert einasta lag væri klappað upp. „Viðtökur hefir enginn kór fengið hér betri,“ sagði í einu bæjarblaðanna. Eftir tónleika vorið 1938 fullyrti einn gagnrýnandi: „Gætu aðrir söngstjórar mikið af honum lært,“36 Róbert varð fljótt eftirsóttur píanisti hjá söngvurum sem sóttu bæinn heim, til dæmis Eggerti Stefánssyni og Sigurði Skagfield, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.