Andvari - 01.01.2012, Page 28
26
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
er það Sigurður Guðmundsson, sem býður honum sal Menntaskólans til æfinga
„af því“ sagði hann „að þetta væri svo ákaflega niikið menningarspursmál“.
[...] Þannig er það augljóst að þetta var allt útspekúlerað frá byrjun. Það átti að
nota þennan Gyðing, sem vitanlega hefur eingöngu útlend tónverk á boðstólum,
til að eyðileggja Kantötukórinn og kollvarpa starfi hans.46
Ýmsu ægir saman í tilfinningaróti kantötustjórans og honum misbýður
framkoma fleiri en Róberts. Hann er æfur út í forystumenn í sönglífi
Akureyrar fyrir að hvetja aðkomumanninn og bjóða honum söng-
krafta sem annars lágu ekki á lausu, út í fjölmiðla fyrir að gefa Samkór
Abrahams meiri gaum en Kantötukórnum, út í skólameistarann vegna
gamalla væringa um æfingahúsnæði. Þótt óvildar gæti einnig í garð
Róberts verður ekki betur séð en höfundur telji hann verkfæri í höndum
heimamanna sem vilji eyðileggja Kantötukórinn. Björgvin leggur ekki
mat á listrænu hliðina en líklega hefur honum fundist lítið til söngs
Samkórsins koma. Þar voru ýmsir vinir hans og stuðningsmenn á
sama máli. í bréfum sínum til söngstjórans víkur Sigurður Þórðarson,
tónskáld og skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, nokkrum sinnum að
„gyðingnum“ Abraham og segir að hörmulegt hafi verið að hlusta á
söng Samkórsins: „Ég hlustaði á síðasta kórsöng hans í útvarpinu frá
Akureyri og er það eitthvað það lélegasta sem ég hefi heyrt.‘47
Ekki verður til þess ætlast að metnaðarfullur hæfileikamaður sitji
undir slíkum skömmum, og kemur vart á óvart að Róbert hafi tekið
að hugsa sér til hreyfings. En þrátt fyrir óværur kringum Samkór
Abrahams og ritdeilurnar sem spruttu í kjölfar árásarinnar í íslendingi
lá Róbert ávallt vel orð til áranna á Akureyri, og vinina sem hann
eignaðist þar átti hann ævilangt. „Ég [...] mun ætíð minnast þessara ára
með þökkum til Akureyrarbúa fyrir það, hve góðir þeir voru mér. Ég
á margar ljúfar minningar frá þessum árum.“ Þó gat hann ekki varist
því að nefna atvik sem sat í honum alla ævi. „Það er þó einkennileg
tilviljun, að ég varð persónulega aldrei fyrir neinu aðkasti, vegna ætt-
ernis míns, fyrr en norður á Akureyri, en þar orguðu einu sinni tveir
drukknir menn á eftir mér, að ég væri „helvítis Gyðingur“.‘48