Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 30

Andvari - 01.01.2012, Page 30
28 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI Þau mæðgin fluttust til Reykjavíkur haustið 1940 og settust að á Bjarnarstíg 9. Fyrst um sinn tók Róbert öllum þeim störfum sem buðust og fékk ígripavinnu hjá breska hernum þegar annað brást. Hann birti auglýsingar í blöðum þar sem hann bauðst ekki aðeins til að kenna píanóleik og hljómfræði heldur tók hann einnig að sér undirleik og útsetningu sönglaga. Ekki leið þó á löngu þar til úr rættist enda spurðist hratt um bæinn að hér væri hæfileikamaður á ferð. Meðal píanónem- enda hans var Þórunn Jóhannsdóttir, síðar Ashkenazy, en hún sótti tíma hjá Róbert þar til henni var sex ára gamalli veitt innganga í Konunglegu tónlistarakademíuna í Lundúnum.51 Róbert var einnig tónlistargagn- rýnandi Morgunblaösins um skeið og í útvarpið lék hann bæði á píanó og hélt erindi, meðal annars um „Upphaf óperunnar“ og „Þróun hljóð- færa og notkun þeirra fram á 17. öld.“ Þá snaraði hann á íslensku litlu kveri um síðustu daga Mozarts og ritaði greinaflokk um forna tónlist í tímaritið Samtíðina', þar naut hann góðs af náminu hjá Sachs í Berlín forðum.52 Fyrstu tvö árin sem Róbert bjó í Reykjavík stýrði hann Kór Menntaskólans í Reykjavík og hafði söngkennsla þar á bæ ekki risið hærra um langa hríð. Eins og kom fram í blaðadómi um eina tónleika kórsins var hann skipaður bæði piltum og stúlkum og allfjölmennur, og söng af öryggi lög eins og Brautgesang eftir Schumann og nýja tónsmíð eftir Róbert sjálfan, Þingvallareið fyrir karlaraddir við kvæði eftir Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu á Akureyri. Var lagið að dómi gagnrýnanda bæði „sérkennilegt og skemmtilegt“.53 I Reykjavík fann hann líka ástina. Guðríður Magnúsdóttir var ungur kennari við Austurbæjarskóla, fædd í Miklaholti í Hnappadalssýslu árið 1918. Hún var dóttir Magnúsar Sigurðssonar bónda þar og Asdísar Sigurðardóttur konu hans. Guðríður bjó með foreldrum sínum á Skólavörðustíg og hafði séð Róbert á gangi í bænum, en kynni tókust með þeim þegar hún bað hann að leika á píanó á skemmtun í Austurbæjarskóla. Þau gengu í hjónaband á þrítugsafmæli Róberts, 17. maí 1942, og bjuggu fyrst í Tjarnargötu 10 en síðar á Hringbraut 143. Samband þeirra var einkar farsælt og einkenndist af gagnkvæmri virðingu og aðdáun. Að sumu leyti voru þau andstæður. Guðríður var ákveðin og einarðleg en enga manneskju dáði Róbert eins og hana. Tónlistin var honum heilög köllun og það varð honum blessun að eignast konu sem var fús til að létta af honum tímafreku veraldarvafstri svo að hann fengi það næði sem hann þurfti til starfa sinna. A heim-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.