Andvari - 01.01.2012, Page 34
32
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
s
A vœngjum söngs og Ijósvaka
Árið 1947 var tekið að ræða það af alvöru innan veggja Ríkisútvarpsins
að stofna þyrfti útvarpskór rétt eins og tíðkaðist við sambærilegar
stofnanir á erlendri grundu. í septemberlok var borin upp við útvarps-
ráð tillaga um að koma upp slíkum kór og var nafn Róberts nefnt sér-
staklega í því sambandi. Skömmu síðar var það fastmælum bundið að
stofnaður yrði 24 manna kór undir hans stjórn. Formaður útvarpsráðs
um þetta leyti var Jakob Benediktsson og taldi hann síðar að stofnun
Útvarpskórsins og valið á stjórnanda hans hefði verið eitt helsta framlag
sitt í dagskrármálum þann tíma sem hann sinnti þar formennsku.66
Útvarpskórinn var skipaður úrvals söngfólki sem æfði þrisvar sinnum
í viku og hver meðlimur fékk útborgaðar um 400 krónur mánaðarlega
fyrir sönginn. Aðra hverja viku var síðan í heilt kvöld sungið inn á
plötur sem leiknar voru í útvarpið og því hafði Róbert ærinn starfa við
að undirbúa og æfa nýjar efnisskrár með skömmum fyrirvara. Þetta var
löngu fyrir daga ljósritunarvéla og kórstjórinn varði ómældum tíma í
að skrifa út nótur fyrir alla kórfélaga. Sumt útsetti hann líka sjálfur. Á
fyrstu söngskrá kórsins, haustið 1947, voru meðal annars nýjar radd-
setningar stjórnandans á íslenskum þjóðlögum. Tvær þeirra hafa síðan
orðið sígildar kórperlur, Björt mey og hrein við kvæði séra Stefáns
Ólafssonar í Vallanesi og Forðum tíð einn brjótur brands við vísur
Guðmundar Bergþórssonar.67 Annars voru viðfangsefnin að mestu leyti
erlend tónverk eftir Bach, Haydn, Mendelssohn og Brahms en einnig
nýrri músík eftir Hindemith og Jón Leifs. Að fyrsta starfsárinu loknu
gat Róbert litið stoltur um öxl: af 49 lögum sem kórinn hafði flutt á
útvarpstónleikum voru 25 sem þar voru flutt í fyrsta sinn opinberlega
á íslandi.68 Meðal kórfélaga var Þuríður Pálsdóttir, sem þarna söng
sín fyrstu sólóhlutverk, og stjórnandanum var líka stoð að því að hafa
Guðríði sína meðal sóprananna í kórnum.
Hið nýja skipulag í söngmálum Ríkisútvarpsins var þó langt frá
því að þóknast öllum og ýmsar raddir voru uppi um hvílík óhæfa það
væri að leggja tugi þúsunda í slíkt fyrirtæki. Jón Þórarinsson, nýráðinn
fulltrúi á tónlistardeild, snerist til varnar í blaðaviðtali og benti á að hér
væri um menningarlegt metnaðarmál að ræða. Aldrei hefði hérlendur
kór getað flutt nýtt og vel æft prógramm hálfsmánaðarlega og því væri
fjármunum útvarpsins vel varið: „Allir góðir hlutir eru dýrir.“69 Þetta