Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 36
34
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
að verulegu leyti af Ríkisútvarpinu og ekki var fjármagn til að standa
straum af kostnaði við bæði fyrirtækin.
Með tilkomu Utvarpskórsins festi Róbert sig í sessi sem hæfi-
leikamaður í hugum íslendinga. Hann var ekki nema 23 ára þegar
hann kom til landsins og var ekki fullnuma í neinum skilningi; hann
hafði hrökklast úr námi og í raun ekki verið atvinnumaður í tónlist
nema vetrarlangt í Kaupmannahöfn. A Islandi fann hann sína eigin
rödd sem listamaður, fékk næði og traust til að þroska til fulls þá hæfi-
leika sem bjuggu innra með honum. Með tilkomu Útvarpskórsins og
Sinfóníuhljómsveitarinnar hlaut Róbert loks viðfangsefni sem hæfðu
hæfileikum hans sjálfs. Hann var reiðubúinn til mikilla afreka og list
hans barst um land allt á öldum Ijósvakans.
Þó voru verkefnin mörg og margvísleg eftir sem áður. Róbert tók
meðal annars við stjórn Samkórs Reykjavíkur, sem hafði verið stofn-
aður 1943. Jóhann Tryggvason var stjórnandi hans fyrstu árin en eftir
að hann fluttist til Englands hafði starfið legið niðri að mestu. Róbert
náði allgóðum árangri með kórnum, stjórnaði honum meðal annars í
mótettum eftir Bach og Örlagaljóði (,Schicksalslied) eftir Brahms, því
síðarnefnda með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hápunktur starfsins var
tónleikaferð til Finnlands og Noregs sumarið 1954 og hafði kórinn
þá nær eingöngu íslensk lög á efnisskrá sinni.74 Starfsemi hans lagðist
niður skömmu eftir að úr Norðurlandaferðinni var komið.
Róbert kenndi einnig á píanó í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur
sem annar þýskur tónlistarmaður af gyðingaættum, Heinz Edelstein,
hafði stofnað haustið 1952. Þá var skólinn til húsa í Iðnskólanum á
Skólavörðuholti og var Róbert síðar skólastjóri hans um skeið. Hann
hafði metnað fyrir hönd nemenda sinna og fann þeim ánægjuleg
og spennandi verkefni eins og barnasöngleikinn Við byggjum nýja
Reykjavík (Wir bauen eine Stadt) eftir Hindemith og „Barnasinfóníu“
eignaða Joseph Haydn, sem nemendur léku undir hans stjórn bæði á
tónleikum og í Ríkisútvarpið.75
Róbert lét til sín taka við óperustjórn þótt aldrei yrði hún megin-
þáttur í lífsstarfi hans. Hann stýrði Miðlinum eftir Gian-Carlo Menotti
ásamt ballettinum Ólafi liljurós eftir Jórunni Viðar hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í október 1952, og Rakaranum í Sevilla í Þjóðleikhúsinu
1958, en það var fyrsta óperusýning hérlendis með íslenskum tón-
listarmönnum eingöngu. í helstu hlutverkum voru Þuríður Pálsdóttir,
Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson, og þótti sýningin takast með