Andvari - 01.01.2012, Page 40
38
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
bæn hann bað þar, en þegar hann kom aftur, mælti hann nokkurnveginn á þessa
leið: Ég kem frá landi, sem hefur mikið á samviskunni, tvær heimsstyrjaldir
með meiru. En þetta land ykkar, það er blessað land, enginn her, ekkert stríð,
enginn heragi. Hér eru engar járnbrautarlestir, sem leggja af stað á sekúndunni,
og skipin sigla eftir veðrinu. En þetta þýðir líka það, að hér er ekki til neitt, sem
heitir Prazision. - Jæja, einu sinni enn, vinir mínir. Og loksins tókst að fá okkur
til að standa upp nokkurnveginn í takt, svo að það varð reyndar eitt af því, sem
mörgum óvönum tónleikagestinum þótti minnisstæðast, eftir að hafa „séð“ þá
Níundu, eins og maður heyrði það gjarnan orðað.84
Skapsveiflurnar náðu líka í hina áttina. Róbert var með eindæmum
hrifnæmur og þegar vel var gert gat hann orðið svo glaður að hann
lagði frá sér sprotann og táraðist. I hrifningu sinni átti hann það jafn-
vel til að auka eða minnka hraðann eftir því sem andinn blés honum í
brjóst þá stundina. Guðmundur Jónsson sagði frá því að eitt sinn hafi
hann sungið Sverri konung eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson undir stjórn
Róberts, og þá hafi „stjórnandanum fundist músikin svo undursamleg,
að þetta lag, sem venjulega taki um 4 mínútur og 10 sekúndur að flytja,
nái á þessari upptöku yfir 6 mínútur og 15 sekúndur. 50% álag“. Ekki er
vitað til þess að sólistinn hafi borið fram kvörtun yfir seinaganginum,
en stundarfögnuðurinn sem gagntók Róbert gat farið fyrir brjóstið á
einstaka stéttvísum hljómlistarmanni. Árni Björnsson hefur enn orðið:
Það er haft eftir einum slíkum, sárhneyksluðum, að eitt sinn hafi Róbert látið
endurtaka einhvern kafla úr verki á æfingu, af því að þeir voru farnir að spila
það svo vel. Honum þótti þetta svo fallegt! Eins og maður sé að þessu að gamni
sínu, sagði þessi maður. Nei, auðvitað hefði átt að nota þennan tíma til að fá
lengra kaffihlé. En hér skilur á milli þeirra, sem hafa yndi af starfi sínu, og
hinna.85
Hinir voru þó fleiri sem létu hrífast af innblæstri Róberts. Hann reyndi
alla jafna að ná sínu fram í tónlistinni með jákvæðri hvatningu, rétt eins
og Bruno Walter sem leiðbeindi með föðurlegri blíðu og elsku. Sjálfur
mundi Róbert hvernig lærimeistarinn hafði laðað fram fagra tóna í
Fílharmóníunni í Berlín forðum: „Vinir mínir ... Eigum við að reyna
aftur, vinir mínir.“86 Á fyrstu samæfingu Söngsveitarinnar Fílharmóníu
og Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir Messías haustið 1973 lék Róbert á
als oddi þótt hann ætti skammt eftir ólifað: „Elskurnar mínar, syngið
þetta nú leikandi og fagnandi, rétt eins og öll heimsins vandamál séu
leyst, þjónadeilan, olíumálin, landhelgisdeilan ...“ Það fór hláturskliður