Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 40

Andvari - 01.01.2012, Page 40
38 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI bæn hann bað þar, en þegar hann kom aftur, mælti hann nokkurnveginn á þessa leið: Ég kem frá landi, sem hefur mikið á samviskunni, tvær heimsstyrjaldir með meiru. En þetta land ykkar, það er blessað land, enginn her, ekkert stríð, enginn heragi. Hér eru engar járnbrautarlestir, sem leggja af stað á sekúndunni, og skipin sigla eftir veðrinu. En þetta þýðir líka það, að hér er ekki til neitt, sem heitir Prazision. - Jæja, einu sinni enn, vinir mínir. Og loksins tókst að fá okkur til að standa upp nokkurnveginn í takt, svo að það varð reyndar eitt af því, sem mörgum óvönum tónleikagestinum þótti minnisstæðast, eftir að hafa „séð“ þá Níundu, eins og maður heyrði það gjarnan orðað.84 Skapsveiflurnar náðu líka í hina áttina. Róbert var með eindæmum hrifnæmur og þegar vel var gert gat hann orðið svo glaður að hann lagði frá sér sprotann og táraðist. I hrifningu sinni átti hann það jafn- vel til að auka eða minnka hraðann eftir því sem andinn blés honum í brjóst þá stundina. Guðmundur Jónsson sagði frá því að eitt sinn hafi hann sungið Sverri konung eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson undir stjórn Róberts, og þá hafi „stjórnandanum fundist músikin svo undursamleg, að þetta lag, sem venjulega taki um 4 mínútur og 10 sekúndur að flytja, nái á þessari upptöku yfir 6 mínútur og 15 sekúndur. 50% álag“. Ekki er vitað til þess að sólistinn hafi borið fram kvörtun yfir seinaganginum, en stundarfögnuðurinn sem gagntók Róbert gat farið fyrir brjóstið á einstaka stéttvísum hljómlistarmanni. Árni Björnsson hefur enn orðið: Það er haft eftir einum slíkum, sárhneyksluðum, að eitt sinn hafi Róbert látið endurtaka einhvern kafla úr verki á æfingu, af því að þeir voru farnir að spila það svo vel. Honum þótti þetta svo fallegt! Eins og maður sé að þessu að gamni sínu, sagði þessi maður. Nei, auðvitað hefði átt að nota þennan tíma til að fá lengra kaffihlé. En hér skilur á milli þeirra, sem hafa yndi af starfi sínu, og hinna.85 Hinir voru þó fleiri sem létu hrífast af innblæstri Róberts. Hann reyndi alla jafna að ná sínu fram í tónlistinni með jákvæðri hvatningu, rétt eins og Bruno Walter sem leiðbeindi með föðurlegri blíðu og elsku. Sjálfur mundi Róbert hvernig lærimeistarinn hafði laðað fram fagra tóna í Fílharmóníunni í Berlín forðum: „Vinir mínir ... Eigum við að reyna aftur, vinir mínir.“86 Á fyrstu samæfingu Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir Messías haustið 1973 lék Róbert á als oddi þótt hann ætti skammt eftir ólifað: „Elskurnar mínar, syngið þetta nú leikandi og fagnandi, rétt eins og öll heimsins vandamál séu leyst, þjónadeilan, olíumálin, landhelgisdeilan ...“ Það fór hláturskliður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.