Andvari - 01.01.2012, Page 42
40
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
svonefndu Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur, meðal annars á Mozart-
tónleikum í Austurbæjarbíói vorið 1948. Tveimur árum síðar var svo
skrefið stigið til fulls og Sinfóníuhljómsveit íslands stofnuð með liðs-
styrk fimm blásara frá Þýskalandi. Róbert stjórnaði fyrstu tónleikum
sveitarinnar undir því nafni, í Austurbæjarbíói 9. mars 1950, og í tæpan
aldarfjórðung var hann einn dyggasti gestastjórnandi sveitarinnar, hélt
um sprotann á yfir 60 tónleikum og fáir stóðu oftar á stjórnandapall-
inum. Hann steig á stokk með helstu söngvurum og hljóðfæraleikurum
landsins, svo sem Rögnvaldi Sigurjónssyni, Þuríði Pálsdóttur og Gísla
Magnússyni, sem og heimsfrægum sólistum utan úr heimi. Nægir þar
að nefna Isaac Stern, Friedrich Gulda, Shura Cherkassky og Vladimir
Ashkenazy.
Það var ekki heiglum hent að stýra hljómsveit sem var ung og um
margt vanburða. Um árabil var átakanlegur skortur á góðum fagott- og
óbóleikurum og þurfti jafnvel að nota önnur hljóðfæri í þeirra stað. Þá
var það þungbær blóðtaka þegar hornleikarinn Wilhelm Lanzky-Otto
- sem áður hafði leikið undir stjórn Róberts á Glyptotekstónleikunum
1935 - og sellistinn Heinz Edelstein hurfu um svipað leyti af landi brott
til annarra starfa. Taka þurfti tillit til mannfæðarinnar við verkefnaval
en útkoman gat orðið einhæf til lengdar: „Það er ekki hægt að spila
Mozart og Haydn endalaust!“ kvartaði Róbert við einn starfsbróður
sinn erlendis.89 Hann var heldur ekki sáttur við skipulagsleysi í hljóm-
sveitarmálum, honum þótti ákvarðanir teknar með of skömmum fyrir-
vara og árangur af starfi annarra stjórnenda misjafn.
Þegar Olav Kielland var ráðinn fyrsti aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar vorið 1952 þótti sumum sem framhjá þeim Róbert og Victor
Urbancic væri gengið og var það nokkuð rætt á opinberum vettvangi.90
Ekki er þó að sjá að Róbert hafi sjálfur tekið þeirri ákvörðun illa enda átti
hann sér önnur hugðarefni sem brátt tóku tíma hans í meira mæli en áður.
Það breytti heldur ekki því að þegar hann hélt á sprotanum var hljómsveitin
í öruggum höndum. Þegar hún flutti fimmtu sinfóníu Beethovens í fyrsta
sinn þótti Þorsteini Valdimarssyni, skáldi og tónlistardómara Þjóðviljans,
Róbert hafa með tónleikunum unnið „mikinn sigur sem stjórnandi, og er
vel að honum kominn, því slíkt örlagaveður Beethovensinfóníunnar, sem
að þessu sinni þaut í strengjunum, töfrar enginn fram sem ekki hefur með
ugg og önn og árum saman stundað þann galdur“.91
Þegar ógnir styrjaldarinnar voru að baki og friður kominn á í
Evrópu hlaut að koma að því að orðspor Róberts bærist út fyrir