Andvari - 01.01.2012, Qupperneq 44
42
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
heim sjá andlit sjálfrar tónlistarinnar, lét hann hana bregða sér í manns
líki og Mozart varð til:
Þessi spakmæli frændans hlutu ekki öflugan hljómgrunn í sál minni fyrr en
síðar meir. Ég skildi reyndar, hvað fyrir honum vakti - ég skildi, að Mozart var
í augum hans tónræn ímynd fegurðar og fullkomleika, og ef til vill hefur mér
fundizt hann hafa á réttu að standa. En jafnvel þó svo hafi verið: hvað varðaði
unglinginn um fegurð og fullkomleika? Hann girntist ekki fegurð - honum
leiddist fullkomleiki. Hugur hans hreifst ekki, þegar sjórinn var spegilsléttur,
himinninn heiður og blár. Hann þráði ólgu og brim, eldingar og þrumugný.
Hann þráði átök, bardaga, byltingu - jafnt úti sem inni - jafnt í mannanna
heimi sem í heimi listanna. Það var því ekki furða, þótt hann gerði Beethoven
að hetju sinni. Mozart varð að bíða síns tíma.93
/ x
Avallt stóð Beethoven hjarta hans næst. I honum fann Róbert mannlega
vídd sem myndaði samhljóm með hans eigin sál, speglaði skaphita hans
jafnt sem auðmýkt og upphafna gleði. Arið 1970 var þess minnst um allan
heim að tvær aldir voru liðnar frá fæðingu meistarans og nú átti Róbert
sannkallað Beethoven-ár, stjórnaði bæði Missa solemnis og Níundu sin-
fóníunni við mikinn fögnuð. I blaðaviðtali fórust honum svo orð:
Ef við tökum þá þrjá er hæst ber í tónlistarheiminum, Bach, Mozart og
Beethoven, má segja, að Bach sé eins og kosmos, stjörnugeimurinn. Mozart
er aftur eins og himnaríkið eða eins og við ímyndum okkur það, - allt full-
komið og kristaltært og skírt. En Beethoven, það er maðurinn, maðurinn í
tíunda og hundraðasta veldi, maðurinn þjáður og aumkunarverður, en líka
sigurvegari. Beethoven er ekki fullkominn eins og Mozart eða jafnvel Bach,
við getum fundið í sumum verkum hans eitthvað hart og óþjált, líkt og hjá
Grími Thomsen, ljóð hans eru ekkert eyrnaglingur, en kannski finnst okkur
einmitt vænt um þetta sem ekki er fullkomið frá sjónarmiði paradísarinnar. í
verkum Beethovens finnur maður líka gleðina, jafnvel trylling; þau hafa þótt
mjög byltingarkennd þá, jafnvel enn í dag. í Missa solemnis er t.d. sumt svo
byltingarkennt, sterkt og ærslafengið, að það er nýtízkulegra en margt sem
módernistar setja á blað nú á dögum.94
„Fagra gleði, guða logi ...“
Hugur Róberts stóð til þess að flytja hin stóru verk fyrir kór og hljóm-
sveit sem enn höfðu ekki hljómað á íslenskri grund. Hann þekkti þau
út og inn og vissi áhrif þeirra á móttækilegar sálir; sjálfur hafði hann
staðið á sviðinu í Fílharmóníunni í Berlín og sungið sum þeirra undir