Andvari - 01.01.2012, Page 45
andvari
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
43
Róbert æfir Sinfóníuhljómsveit Islands og Söngsveitina Fílharmóníu í Háskólabíói
árið 1961.
stjórn Brunos Walter á unglingsárum sínum. Nú bar svo við að forráða-
menn Sinfóníuhljómsveitar íslands - þeir Ragnar Jónsson og Þorsteinn
Hannesson, sem báðir áttu sæti í stjórn hennar, og Jón Þórarinsson sem
var framkvæmdastjóri hennar - höfðu forgöngu um stofnun kórs sem
skyldi starfa í tengslum við hljómsveitina og flytja með henni verk sem
krefðust fjölmennrar söngsveitar. Jón sagði síðar frá því að það hefði
rekið á eftir þeim í þessum efnum að Róbert hefði verið „kórlaus“ um
þessar mundir, „og við það þótti okkur ekki unandi“.95 Hann tók þessari
málaleitan vel og í apríl 1959 var stofnuð Söngsveitin Fílharmónía,
hópur um 70 karla og kvenna sem myndaði sinfónískan kór af því tagi
sem tíðkast við margar stórar hljómsveitir erlendis.
Söngsveitin kom fyrst fram með Sinfóníunni í apríl 1960, í félagi við
Þjóðleikhúskórinn, og sýndi þá strax hvers vænta mátti. A efnisskránni
var Carmina Burana eftir Carl Orff og þurfti þrenna tónleika til að anna
eftirspurn tónleikagesta. Nú varð árlegur viðburður í tónlistarlífi bæjar-
ins að Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveitin, undir stjórn Róberts, réðust
til atlögu við meistaraverk tónlistarinnar: Þýsk sálumessa eftir Brahms
(1961), Messías eftir Hándel (1963 og 1973), Requiem eftir Mozart (1964)
og Verdi (1968), Magnificat eftir Bach og Sálmasinfónía eftir Stravinskíj
(1965), Níunda sinfónían (1966 og 1970) og Missa solemnis (1970)
eftir Beethoven, Te Deum eftir Dvorák (1972) og Sköpunin eftir Haydn
(1973). Öll stóðu þessi verk hjarta Róberts nærri og þegar blaðamaður