Andvari - 01.01.2012, Side 49
ANDVARI
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
47
móti. Haustið 1937 heimsótti hann Grete föðursystur sína í Danmörku
og þar hélt hann útvarpserindi um íslenska tónlist að fornu og nýju og
lék íslensk lög til skýringar. íslenskir útvarpshlustendur fengu einnig að
njóta fróðleiks af hans vörum um þessi mál, því að veturinn 1940-41
hélt hann erindi í útvarpið, meðal annars heilan þátt sem bar yfirskriftina
„Þáttur íslands í sönglist miðalda (með tóndæmum)“. Hann útsetti fyrir
orgel, kór og einsöng messusöng úr Grallara Guðbrands Þorlákssonar og
flutti hluta hans með Útvarpskórnum, en Dómkórinn söng útsetningu
hans í heild undir stjórn Páls Isólfssonar skömmu síðar.102
Eftir því sem árin liðu varð starf hans á þessum vettvangi enn
viðameira. Róbert var öllum hnútum kunnugur þegar kom að vestrænni
tónlistarsögu og kunni góð skil á kaþólskum kirkjusöng. Hann hreifst
af sérkennum hans, blænum sem „meðvitund um þjáningu alls, sem
lifir, hlýtur að setja á mannleg verk“; honum þótti sem slíkur söngur léti
menn gleyma sjálfum sér og verða að „broti úr tilverunni“.103 Kaþólskan
kirkjusöng var að finna í íslenskum handritum og Róbert var staðráðinn
í að rannsaka þau til hlítar. Hann kynnti sér meðal annars gamalt hand-
ritsbrot með tvíradda söng sem ritað var að Munkaþverá árið 1473 og
fékk Hjalta Guðmundsson guðfræðinema, síðar dómkirkjuprest, til að
syngja lögin með sér á kynningu guðfræðideildar snemma árs 1955.
Var sérstaklega tekið fram í dagblöðum að þetta yrði „í fyrsta skipti,
sem Róbert Abraham kemur fram sem söngvari hér á landi“. Virðist sú
frumraun hafa tekist með ágætum, því að þeir sungu lögin í útvarpið
skömmu síðar.104
Stærstum hluta tíma síns varði Róbert í að rannsaka handritið sem
varðveist hefur af Þorlákstíðum og notað var hér á landi í kaþólskum
sið á messudögum Þorláks helga. Rannsóknirnar stóðu yfir í um sex
ár meðfram öðrum störfum og útkoman var ritgerð sem hann varði til
doktorsnafnbótar við Háskóla íslands. Sumarið 1953 dvaldist Róbert í
Nashdom Abbey í Buckinghamskíri á Bretlandi en meðal munka við
klaustrið var Dom Anselm Hughes, kunnur fyrir lærdóm sinn í mið-
aldatónlist. Hjá honum fékk Róbert margvíslegar heimildir og kynntist
einnig lífsmáta munkanna. Þetta hafði á hann sterk áhrif; í klaustrinu
voru menn „alveg utan við tímann“ eins og hann orðaði það sjálfur.105
Næstu árin steig hann vart fæti á erlenda grund án þess að leita upp
bókasafn sem eitthvað væri á að græða: Bibliothéque nationale í París,
Staatsbibliothek í Berlín, Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn,
British Museum í Lundúnum. A því síðastnefnda fannst það sem hann