Andvari - 01.01.2012, Page 52
50
ÁRNI HEIMIR ÍNGÓLFSSON
ANDVARI
þess duga engin vettlingatök. Mest mæðir á bassanum sem fær hlut-
verk sögumanns og syngur um tilburði kerlingar til þess að fá vist
hvort sem er í himnaríki eða helvítislogum. Frásögn hans er studd af
kvikum en dökkum píanóhljómum og kórinn tekur undir þegar mikið
liggur við; sérlega áhrifaríkt er þegar hraðinn eykst skyndilega um
miðbik lagsins, einmitt þegar árarnir í undirheimum hóta uppreisn fái
skassið þar inni.112
I verkum Róberts við trúarlega texta má greina áhrif bæði frá kyrr-
látum hendingum kirkjusöngs og krómatískri raddhreyfingu síðróman-
tíkur. A jólum 1943 gaf hann Guðríði fagurt lag fyrir söngrödd og píanó,
Nóttin var sú ágœt ein, við kvæði sr. Einars Sigurðssonar í Eydölum.
Arið 1967 varð til Miskunnarbœn við erindi úr íslenskum helgikvæðum
frá 15. og 16. öld, og var hún frumflutt undir stjórn höfundar á tón-
leikum í Háskólabíói í tilefni 30 ára afmælis Landssambands blandaðra
kóra.113 Ahrif miðaldasöngs eru augljós í tónsetningu bænarinnar, en
þó má greina nýrri tíma í því hvernig Róbert lætur söngvarana mæla
hluta textans fyrir munni sér í hálfum hljóðum svo minnir á tónsmíða-
tilraunir úngskálda á sjöunda áratug síðustu aldar.
Sem útsetjari var Róbert öllu afkastameiri og margt af því sem hann
gerði á því sviði lifir enn góðu lífi. Útsetningarnar urðu til af praktísku
tilefni, til að fylla upp í efnisskrár eða verða við beiðni vina og kunn-
ingja víða um land. Hann gerði ótal útsetningar fyrir Útvarpskórinn,
Karlakórinn Fóstbræður og fleiri, og útsetti einnig dægurlög eftir
Oddgeir Kristjánsson, Sigfús Halldórsson og fleiri lagasmiði. Á síðustu
æviárum sínum setti hann nokkur lög út fyrir Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð, meðal annars bæheimska jólalagið Komið þið, hirðar og
stúdentasöngvana Gaudeamus igitur og Þið stúdentsárin œskuglöð. Þá
samdi hann tvö lúðragjöll fyrir blásara sem bæði bera heitið Intrada við
stefúr Þorlákstíðum. Þau voru flutt alloft á Háskólahátíð frá árinu 1964
og einnig á Skálholtshátíð 1972.'14
Róbert var einnig spunasnillingur fram í fingurgóma. Á tónleikunum
á Akureyri með Guðrúnu Þorsteinsdóttur sem áður voru nefndir lék
hann af fingrum fram píanófantasíu um þrjú íslensk lög: Yfir kaldan
eyðisand, Eg vil elska mitt land og Nótt. Þegar tónleikarnir voru endur-
teknir skömmu síðar bætti píanistinn um betur og spann sem aukalag
fantasíu um Island, farsœlda frón og Sofðu, unga ástin mín. Áskell
Snorrason sagði fyrri spunann hafa verið hið „prýðilegasta tónverk“
og útkomuna í seinna skiptið kvað hann bera „glæsilegan vott um hina