Andvari - 01.01.2012, Page 53
andvari
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
51
framúrskarandi kunnáttu hans og þjálfun ásamt fjörugu, skapandi
ímyndunarafli og skilningi á eðli hinna íslenzku þjóðlaga“.115 I sam-
kvæmum átti Róbert það stundum til að setjast við píanóið og leika lítið
lag sem hann útsetti á stundinni í ólíkum stílbrigðum ýmissa höfuð-
snillinga: „Svona myndi Beethoven fara með það, svona Schumann,
svona Mozart“, og þar fram eftir götunum.116
A kirkjunnar akri
Líklega hefur engan grunað að „gyðingurinn“ sem hingað rak á land
einn kaldan rigningardag haustið 1935 ætti eftir að verja drjúgum
hluta starfsævi sinnar í þágu íslenskrar kirkju. Embætti söngmálastjóra
Þjóðkirkjunnar var stofnað 1941 og hafði Sigurður Birkis gegnt því
síðan. Þegar hann féll frá var Róbert skipaður í hans stað og tók við
starfinu vorið 1961. Róbert var logandi af áhuga enda sameinaði starfið
marga þætti í eðli hans sjálfs: fræðimanninn og listamanninn, hinn
hvetjandi aflvaka. Hugsjón hans var að endurvekja almennan safnaðar-
söng en sýnt þótti að með bættum kórsöng í kirkjum landsins hafði
dregið úr almennum söng. „Það er ekki nóg að hafa góðan kirkjukór,“
sagði Róbert, „ef söfnuðurinn þegir og syngur ekkert.“117 Fullyrða má
að embætti söngmálastjóra hefur aldrei risið hærra en í tíð Róberts sem
stofnun sem stendur fyrir markvissu og metnaðarfullu menntunarstarfi
innan íslensku kirkjunnar.
Eitt af fyrstu verkefnum nýs söngmálastjóra var að standa fyrir nám-
skeiðum fyrir kirkjuorganista og kórstjóra. Þau voru haldin í Skálholti,
á Akureyri, á Eiðum og í Stykkishólmi á árunum 1963-66 og var ætlað
að veita kirkjuorganistum víða um land yfirgripsmeiri þekkingu á kór-
stjórn og kirkjulegum fræðum. Róbert notaði líka fjölmiðla til að koma
hugmyndum sínum á framfæri og hélt um skeið erindi í útvarpið undir
dagskrárliðnum „Söngmálaþáttur Þjóðkirkjunnar“.
Ekki má heldur gleyma því mikla starfi sem Róbert vann með
útsetningum sínum og útgáfu á sálmalögum til söngs við kirkjulegar
athafnir. Hann stóð fyrir útgáfu sönghefta með eigin raddsetningum
á sálmalögum: 7 sálmalög fyrir þrjár samkynja raddir (1964) og 22
helgisöngvar fyrir blandaðan kór (1967), þar sem aðalheimildin var
sálma- og messusöngsbækur Guðbrands biskups. I þessum bókum
kristallast metnaður hans í söngstarfi kirkjunnar, að í því yrði kraft-