Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 54

Andvari - 01.01.2012, Page 54
52 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI mikil endurnýjun á þjóðlegum grunni. í ræðu á samkomu Bræðrafélags Dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík árið 1969 kvaðst Róbert harma það að „neytendur“ innan kirkjunnar vildu sumir hverjir halda í 19. aldar venjur um messugjörð og sálmasöng og sæktust „eftir brjóstsykri fremur en brauði“. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort sálmaval hefði bein áhrif á kirkjusókn ungs fólks: Því að um ár og áratugi hefir sömu ísætu sálmalögunum verið haldið að söfnuðum vorum - í stað þess að bjóða þeim þá bragðsterku, fjörefnaríku fæðu, sem kóralbók vor hefir að geyma. En þótt bragðvit og bragðlaukar fullorðinna hafi sljóvgast af einhæfri fæðu, þá gegnir öðru máli um bragðvit æskunnar. Henni er væmni skapraun. Og ég er ekki í vafa um, að andúð unga fólksins á væmni og tilfinningasemi sumra „hefðbundinna“ lagboða á sinn þátt í því, að kirkjusókn þess er minni en vera ætti.118 Menntun lærðra og leikra var Róbert hugleikin í þessu starfi sem öðru. Hann stóð fyrir stofnun Tónskóla Þjóðkirkjunnar, sem brautskráði kantora og menntaði kirkjuorganista, og var skólinn starfræktur í risinu á Hjarðarhaganum fyrst um sinn. Róbert beitti sér einnig fyrir stofnun Kórskóla safnaðanna, sem var ætlað að mennta æskufólk til þátttöku í söngstarfi kirkjunnar. Skólinn starfaði um nokkurra ára skeið og var rekinn af kirkjusöfnuðum í Reykjavík með styrk frá embætti söng- málastjóra. Nemendur voru um 30 talsins og kenndi Róbert kirkju- tónlistarsögu, en skólastjóri var Sigurður Markússon og söngkennari Elísabet Erlingsdóttir. Kirkjan naut ekki síður góðs af hæfileikum Róberts sem kórstjóra. í júlí 1963 var ný kirkja vígð í Skálholti; fyrir þá athöfn hafði Róbert æft sérstakan kór sem nefndist Skálholtskórinn og var samansettur af fólki úr Biskupstungum og nærsveitum. Hér var um merkt fyrirbæri að ræða sem tæpast hefði orðið til nema fyrir hvatningu Róberts. Um þriggja mánaða skeið hafði fólk úr nærsveitum komið til söngæfinga í lok erfiðra vinnudaga á búum sínum. I hverri viku hafði söngmála- stjórinn svo tekið áætlunarbíl austur á fimmtudögum, æft tvö kvöld og tekið áætlunarbílinn á laugardagsmorgnum heim.119 Vissulega hefði verið hægur leikur að fá þjálfaðan kór frá Reykjavík til að syngja við vígsluna, en Róbert taldi það meira virði að byggja upp eigin kór fyrir kirkjuna og þótti fyrirhöfnin ómaksins verð. Róbert var líka einn þeirra sem stóðu fyrir því að innleiða á ný í íslenskan kirkjusöng hina klassísku messu með fornu kirkjutóni. Þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.