Andvari - 01.01.2012, Page 54
52
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
mikil endurnýjun á þjóðlegum grunni. í ræðu á samkomu Bræðrafélags
Dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík árið 1969 kvaðst Róbert harma
það að „neytendur“ innan kirkjunnar vildu sumir hverjir halda í 19.
aldar venjur um messugjörð og sálmasöng og sæktust „eftir brjóstsykri
fremur en brauði“. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort sálmaval
hefði bein áhrif á kirkjusókn ungs fólks:
Því að um ár og áratugi hefir sömu ísætu sálmalögunum verið haldið að
söfnuðum vorum - í stað þess að bjóða þeim þá bragðsterku, fjörefnaríku
fæðu, sem kóralbók vor hefir að geyma. En þótt bragðvit og bragðlaukar
fullorðinna hafi sljóvgast af einhæfri fæðu, þá gegnir öðru máli um bragðvit
æskunnar. Henni er væmni skapraun. Og ég er ekki í vafa um, að andúð unga
fólksins á væmni og tilfinningasemi sumra „hefðbundinna“ lagboða á sinn
þátt í því, að kirkjusókn þess er minni en vera ætti.118
Menntun lærðra og leikra var Róbert hugleikin í þessu starfi sem öðru.
Hann stóð fyrir stofnun Tónskóla Þjóðkirkjunnar, sem brautskráði
kantora og menntaði kirkjuorganista, og var skólinn starfræktur í risinu
á Hjarðarhaganum fyrst um sinn. Róbert beitti sér einnig fyrir stofnun
Kórskóla safnaðanna, sem var ætlað að mennta æskufólk til þátttöku í
söngstarfi kirkjunnar. Skólinn starfaði um nokkurra ára skeið og var
rekinn af kirkjusöfnuðum í Reykjavík með styrk frá embætti söng-
málastjóra. Nemendur voru um 30 talsins og kenndi Róbert kirkju-
tónlistarsögu, en skólastjóri var Sigurður Markússon og söngkennari
Elísabet Erlingsdóttir.
Kirkjan naut ekki síður góðs af hæfileikum Róberts sem kórstjóra.
í júlí 1963 var ný kirkja vígð í Skálholti; fyrir þá athöfn hafði Róbert
æft sérstakan kór sem nefndist Skálholtskórinn og var samansettur af
fólki úr Biskupstungum og nærsveitum. Hér var um merkt fyrirbæri
að ræða sem tæpast hefði orðið til nema fyrir hvatningu Róberts. Um
þriggja mánaða skeið hafði fólk úr nærsveitum komið til söngæfinga
í lok erfiðra vinnudaga á búum sínum. I hverri viku hafði söngmála-
stjórinn svo tekið áætlunarbíl austur á fimmtudögum, æft tvö kvöld og
tekið áætlunarbílinn á laugardagsmorgnum heim.119 Vissulega hefði
verið hægur leikur að fá þjálfaðan kór frá Reykjavík til að syngja við
vígsluna, en Róbert taldi það meira virði að byggja upp eigin kór fyrir
kirkjuna og þótti fyrirhöfnin ómaksins verð.
Róbert var líka einn þeirra sem stóðu fyrir því að innleiða á ný í
íslenskan kirkjusöng hina klassísku messu með fornu kirkjutóni. Þetta