Andvari - 01.01.2012, Síða 55
ANDVARI
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
53
var nýmæli, því að organistar og kórar höfðu svo að áratugum skipti
flutt messusöngva Sigfúsar Einarssonar sem nutu mikillar hylli í
söfnuðum landins.120 Róbert átti í þessum efnum náið samstarf við séra
Sigurð Pálsson sóknarprest á Selfössi en messubók hans kom út árið
1961. Hið nýja messutón mæltist misjafnlega fyrir og fannst ýmsum
kirkjusöngurinn gamli vera helber pápíska eða „draugasöngur“ aftan
úr miðöldum. En Róbert var sannfærður um gildi og ágæti þessa forna
söngs og hafði vitaskuld á réttu að standa enda hefur hann hljómað í
flestum kirkjum landsins undanfarna áratugi og mótbárurnar löngu
gleymdar.121
Enn einn hluti af störfum Róberts sem söngmálastjóra var kennsla við
guðfræðideild Háskóla íslands. Hann hóf störf sem aukakennari haustið
1961 en var skipaður dósent í sálma- og messusöngfræði 1966. Hér var um
tímamótastarf að ræða, því að fyrir skipan Róberts var tónlistarnám aldrei
verulegur hluti námsins innan guðfræðideildar. Nú varð til allvíðtækt nám
í „litúrgískum söngfræðum“ þar sem kennd var undirstaða almennrar tón-
fræði, forn og nýr messusöngur, sálmasöngfræði og kynning á söngarfi
kirkjunnar, ekki síst gregorsöng.122 Samhliða komu Róberts var gerð sú
breyting á reglugerð deildarinnar að stúdentum var gert kleift að stunda
sérnám í tónlist og voru margir sem nýttu sér þá leið. Að sögn Bjöms
Björnssonar, sem þá var forseti guðfræðideildar, lagði Róbert á það
áherslu að tónlistin, eins og önnur sönn list sem á hljómgrunn í hjörtum
allra manna, stæði guðdóminum jafn nærri og fræðin sjálf.
Kynnin af dr. Róbert nægðu og til þess að láta sannfærast, að þannig sé þessu
farið. Orðið af vörum hans, í tali eða tónum, var hið lifandi orð, sem flytur
sannleikann um Guð og menn nær þeim, sem það nemur. Aldrei lét hann sér
það lynda, að stúdent bæri því við, að hann hefði ekki tóneyra. Allir, undan-
tekningarlaust, skyldu vera með.123
Ekki mun ofsögum sagt að nemendur guðfræðideildar hafi dáð þennan
kennara sinn öðrum fremur. Kvað svo rammt að því um skeið að eng-
inn þótti maður með mönnum í deildinni nema hann reykti pípu eins
og Róbert. Árið 1970 var honum veitt stúdentastjarnan svokallaða, sem
stúdentaakademían veitti og höfðu aðeins tveir kennarar áður hlotið
þessa viðurkenningu. í ræðu sem Róbert hélt við afhendinguna kvaðst
hann vera þakklátur akademíunni: