Andvari - 01.01.2012, Side 60
58
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
ina, fræðistörfin, kennsluna. Að sögn nemenda hans hafði hann lítið
tímaskyn. Hann bjó yfir óþrjótandi þolinmæði gagnvart nemendum
sínum og samstarfsfólki, og píanótímarnir gátu teygst úr einni klukku-
stund í tvær ef hann gleymdi sér í töfrum viðfangsefnisins hverju sinni.
Eldhúsið á Hjarðarhaga var eins konar safnaðarheimili í andlegum
söfnuði Róberts Abrahams, því þar var setið löngum stundum yfir
tebolla og víðfeðmustu umræðuefni krufin til mergjar. Róbert kunni þá
list að hæla fólki og dást að hlutum í fari þess. Vinir hans og fjölskylda,
nemendur og tónlistarmenn fóru af fundi hans fullir sjálfstrausts og
margs fróðari. Róbert hafði ávallt tíma fyrir alla.134
Requiem aeternam ...
/
I mars 1974 hélt Róbert til Svíþjóðar til að sækja ráðstefnu um rannsóknir
á fornum norrænum kirkjusöng. Þar átti hann einnig að halda fyrirlestur
í boði háskólans í Lundi. Þegar þangað var komið fékk hann hjartaáfall
og lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í nokkra daga. Guðríður hélt utan til
að vera hjá manni sínum og um skeið virtist hann á batavegi, ráðgert
var að útskrifa hann næsta dag. Þá reið annað áfall yfir og honum varð
ekki bjargað. Róbert Abraham Ottósson andaðist í Lundi 10. mars 1974,
tæplega 62 ára að aldri. Utför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
að viðstöddu fjölmenni og var hann jarðsettur í Fossvogskirkjugarði.
Róbert var harmdauði öllum þeim sem til hans þekktu. Ekki síst
var það íslensku tónlistarlífi mikill missir að honum skyldi ekki verða
lengra lífs auðið. Margt var enn óunnið, fræðistörf og tónleikahald.
En hann afkastaði líka miklu á þeim tæplega 40 árum sem hann átti
hér á landi. Rögnvaldur Sigurjónsson orðaði það svo að koma Róberts
hingað til lands væri „sennilega einn mesti ávinningur, sem íslenzkt
músíklíf hefur fengið, og áhrifa hans mun gæta um langa framtíð á
nálega öllum sviðum þess“.1351 minningarorðum gat Gylfi Þ. Gíslason
þess að með hæfileika sína hefði Róbert getað haslað sér völl hvar sem
væri í heiminum, og landsmenn stæðu í þeim mun meiri þakkarskuld
við hann fyrir afrek sín:
íslendingar eiga Róbert A. Ottóssyni það að þakka, að þeir hafa heyrt ýmis
helstu og vandmeðförnustu listaverk tónbókmenntanna flutt af löndum
sínum. Það hefur ekki aðeins verið þeim, sem á hafa hlýtt, til gleði og þroska,