Andvari - 01.01.2012, Page 72
70
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
ANDVARI
Þar hún dvelst,
unz þýðrar sunnu
geislar gylla leiði
og sætrómaðir
svanna boða
fuglar fagurt vor.5
Greinilega sjást sömu skáldatökin á þessum ljóðum, Vestanvindinum og Erfi-
Ijóði. Var skáldneistinn kominn frá afa Hallgríms á Grenjaðarstað, sem einnig
var langafi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar? Hinn afi Hallgríms, Lárus
Scheving, var einnig langafi Jónasar og hafði unun af yrkingum. Löngun er
til að álykta að Jónas hafi í fyrstu numið og tileinkað sér stíl og orðaval af
frænda og kennara á Bessastöðum, svo svipar fyrstu ljóðum hans til þessa
fagra saknaðarkvæðis Hallgríms. Erfitt er að greina hvor hafi fremur haft
áhrif á ljóðlist Jónasar í byrjun, Bjarni eða Hallgrímur.
Yrkingar og eddukvæðaáhugi hömluðu ekki námsárangri Hallgríms og
Bjarna Thorarensen í Kaupmannahöfn, báðir stóðu sig mjög vel í námi og
urðu styrkþegar Árnanefndar. Þeir skrifuðu nefndinni og vildu fá í samein-
ingu að vinna að gerð íslenskrar málfræði. Eitthvað varð minna úr verki hjá
þeim en vonir stóðu til varðandi málfræðina, en áhugi þeirra virðist helst hafa
beinst að Eddukvæðum.
Ráða hann æskti
ok ráða hann knátti
rúnar rögna hropts.
Reist ek ok fáði,
því ráða ek né kunni
ginnmæli goða.
Þá ek á kvöldum
þreyttr af störfum
Hallgrím fór að hitta:
úþreyttr ek görðist
sem endrvaknaðr
af ens hyggna manns hjali.6
Þessi erindi eru úr kvæðinu Saknaðarstef sem Bjarni orti við brottför Hall-
gríms til Islands. Orðaval og stílfar kvæðisins minnir mjög á Eddukvæði
og sumar orðmyndanir eru jafnvel eins og úr Rígsþulu og annað minnir á
Vafþrúðnismál. Kvæðið sýnir að Eddukvæðin voru sameiginlegt áhugasvið
þeirra, þó að háskólanám þeirra væri ólíkt. Andi fornaldardýrkunar sveif yfir
vötnum í ljóðum Bjarna í Kaupmannahöfn sem og ættjarðarást. „Fóstrjörð
sína /frjáði hann sem ek /öllum huga af‘, er ein hendingin úr Saknaðarstefi,
ljóðinu til Hallgríms. Ungu mennirnir voru nánir í lífi og kveðskap. Saman