Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 80

Andvari - 01.01.2012, Page 80
78 SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ANDVARI aði áhuga Konráðs á námi. Hallgrímur studdi hann til náms á Bessastöðum og aðstoðaði hann einnig varðandi námskostnað í Kaupmannahöfn. Ávallt síðan var Hallgrímur hin mikla fyrirmynd Konráðs Gíslasonar, jafnvel svo mikil að hann líktist honum með aldrinum: „Konráð var skemmtilegur, hægur og dulur, smáfyndinn og alltaf innrættur íslenzku, og hafði þannig töluverðan keim af Skeving, en hann var enginn iðjumaður.“33 Konráð gæti samkvæmt þessari lýs- ingu verið sonur Hallgríms og eflaust hefði Hallgrímur kosið að hann væri það; sonur sem fylgdi í fótspor hans sjálfs, með sömu nautnina að sinna málvísindum og með hæfileika til að betrumbæta verk föðurins! Konráð unni Hallgrími einn- ig sem föður, sem hann virti og dáði alla ævi og sagði hann hinn ógleymanlega velgjörðamann sinn og kennara. Hann hélt ávallt upp á afmæli Hallgríms og skrifaði í bréfi 10. júlí 1885 til Björns Magnússonar Olsen „13. þ. m. afmælisdag Hallgríms Schevings, ætla ég að byrja maltdrykkju mér til heilsubótar. Hátíð er til heilla bezt“.34 Þó að aldarfjórðungur væri liðinn frá andláti Hallgríms, minn- ist Konráð hans, enda var trygglyndi þeirra beggja viðbrugðið. Þeir skrifuðust mikið á og eru varðveitt bréf Hallgríms til hans frá árunum 1840 - 1861. Síðasta bréfið skrifaði Hallgrímur stuttu áður en hann lést. Hann var stöðugt að örva Konráð til dáða við orðabókaskrif og málfræðirannsókn- ir. Bréfin eru ópersónuleg frá hendi Hallgríms, en samt kemur hann stundum með persónulegar ráðleggingar til Konráðs um að sýna af sér karlmennsku í lífsins ólgusjó. Alltaf þéruðust þeir Konráð, að þeirrar tíðar sið. Verða hér birtar glefsur úr síðustu tveimur bréfum Hallgríms til Konráðs, haustið 1861, en Hallgrímur lést á gamlársdag það ár: Reykjavík, 28. sept. 1861. Af því þér segið í bréfi yðar, að latína og gríska sé yður nærri því fremur til saknaðar en gleði, skilst mér, að þér saknið þess, að yður gagnast nú ekki fyrir íslenzku orðabókinni og grammatíkinni að skemmta yður eins við þessar tungur og yður langar til. ... Mér þykir stórlega vænt um það sem þér skrifið mér, að þér sitjið við orðabókina og grammatíkina, því þá gengur jafnt og stöðugt á verkið, þó þér kvartið yfir því, að þér séuð seinvirkir, því dropinn holar harðan stein. Mig langar til að verkið geti orðið sem fyrst búið undir prentun. Reykjavík, 19. nóv. 1861. Þér minnizt á, að gömlu málin og það, sem ritað er í þeim, sé farið að komast í rýrð hjá Dönum og að þeir vilji, að norrænubækur komi í þeirra stað. ... Hvað mig snertir, ann eg norrænu og norrænum vísindum alls góðs, en þó ekki svo, að þau flæmi burt annað betra. Verið svo hjartanlegast kvaddir með öllum yðar. Yðar elskandi vin H. Scheving35 Hallgrímur var iðinn við kolann alveg fram í andlátið að hvetja Konráð til starfa við orðasöfnun, orðabók og málfræði, jafnframt því að telja honum trú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.