Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 82
80 SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ANDVARI búsettur í Danmörku. Tómas vildi líka gera eitthvað skemmtilegt fyrir al- þýðuna, sem höfðu verið upphafleg áform þeirra Fjölnismanna. Þessir menn voru afar ólíkrar gerðar og ekkert undarlegt þó þeir tækjust stundum á um rit- stjórn Fjölnis hvað varðaði umfjöllun um menn og málefni. Þetta sama ár var Tómas reyndar ásamt séra Þorsteini Helgasyni í Reykholti að reyna að koma út lexikoni Hallgríms Scheving.40 Af Fjölnismönnum var Konráð helsti málfræðingurinn og mótandi um notkun málsins. Jónasi var hins vegar leiftrandi létt um mál og nýyrðasmíði. Benedikt Gröndal vildi samt ekki eigna þeim allan heiðurinn af endurreisn íslenskrar tungu: Venjulega er tekið fram, að endurreisn íslenzkunnar í seinni tíð sé Fjölni að þakka, einkum Konráði og Jónasi, en menn gættu þess ekki, eða vilja ekki gæta þess, að Scheving og faðir minn lögðu grundvöllinn. Scheving hafði áhrif á Konráð, en faðir minn á Jónas, og ritháttur þeirra beggja og skáldskapur Jónasar er beinlínis kominn fram af áhrifum þessara tveggja kennara, hinna ágætustu manna, sem þá voru uppi og enginn hefur yfirstigið. Hér á landi voru þá einungis þessir tveir, sem héldu uppi heiðri málsins.40 Benedikt tók stórt upp í sig og taldi að enginn hefði „yfirstigið“ Sveinbjörn Egilsson og Hallgrím Scheving varðandi íslenska tungu. Ef til vill voru um- mæli hans þó ekki svo fjarri lagi, því að Þórir Oskarsson og Þorleifur Hauksson taka að mestu undir með honum í ritinu íslensk stílfrædi sem kom út árið 199441. Við upphaf nítjándu aldarinnar rann upp tímabil málhreinsunar og var Bessastaðaskóli talinn hafa skipt sköpum varðandi íslenskt mál og íslensk- an stíl, vegna þess að þar kenndu vandlátir málvísindamenn, Hallgrímur og Sveinbjörn. Þeir ásamt skólasveinunum Jónasi, Konráði og Jóni Thoroddsen hafi haft mest áhrif á stíl okkar og málfar á nítjándu öldinni.42 I mörgum ritum um Bessastaðaskóla er að finna eftirfarandi frásögn úr ævi- minningum Páls Melsteð. Hún er gjarnan tekin til marks um áhrif Hallgríms á nemendur að vanda málfarið og gæta að íslenskunni. Af því sem ég heyrði stundum Dr. Scheving segja vaknaði hjá mér umhugsun um móðurmál mitt og löngun til að vanda orðavalið. Mér er það alltaf í minni að sumarið 1829, þegar ég var á Bessastöðum og til húsa hjá Þorgrími Thomsen, var það einn dag að kona hans, Ingibjörg, systir Gríms amtmanns Jónssonar, hafði tannverk. Hún bað mig að fara ofaná Sjóbúðarflöt og tína sér dálítið af „mellifoliu“, sem átti að lina tannverkinn. Eg gerði þetta, en á leiðinni heim mætti eg Dr. Scheving. „Hvað ertu þarna með?“ segir hann. „Það er mellifolia," segi eg. „Já, veistu nú ekki annað nafn á þessu?“ „Jú“, segi eg, „það er kallað vallhumall í Múlasýslu." „Já, eg held það sé nú ólíkt réttara,“ segir Dr. Scheving. Með það skildum við. En eg fyrirvarð mig að hafa brúkað orðið mellifolia.42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.