Andvari - 01.01.2012, Page 84
82
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
ANDVARI
Hví svo þrungin þú
þungu drepur
höfði moldu mót?
hví þú in hárfagra
hrelldum lík
sóley! sólu flýrT46
Sveinbjörn Egilsson hafði vissulega einnig mótandi áhrif á Jónas og yrkingar
hans. Meiri léttleiki einkenndi kveðskap Sveinbjarnar en þeirra félaga Bjarna
og Hallgríms. Kveðskapur Jónasar varð stöðugt liprari er frá skólagöngu leið.
Páll Valsson segir í ævisögu Jónasar að Hallgrímur hafi verið þeim félögum
í Fjölni hin mikla fyrirmynd og átrúnaðargoð þeirra og leiðir líkur að því að
Hallgrímur hafi kynnt skáldskap Bjarna Thorarensen fyrir Jónasi og öðrum
skólapiltum.
Þá unni Hallgrímur mjög íslenskri náttúru og áhugi hans á náttúruvísindum
markaði eflaust hug frænda hans og ekki ósennilegt að fyrstu kynni Jónasar
af náttúrufræðum hafi verið hjá honum. Undir þetta tekur Benedikt Gröndal
„Skeving unni náttúruvísindum, og má vera það hafi gert einhver áhrif á
Jónas Hallgrímsson og mig seinna“.47 í varðveittum dagbókarskrifum Jónasar
kemur fram að frændi hans gaukaði ýmsu að honum, meðal annars lýsingum
af fuglum, fiskum og öðrum sjávardýrum. Hallgrímur virðist víða hafa leit-
að fanga í náttúrurannsóknum, bæði til formanna á Álftanesi um veiðar og
rannsóknir á kynjadýrum hafsins og til fyrrum skólabróður frá Hólum, Ólafs
Þorleifssonar. Hann hugleiddi ýmislegt, til dæmis hvernig lifrin í hámeri væri
og æxlunarhætti sela. Þessara upplýsinga aflaði hann sér eflaust einungis til
að hjálpa Jónasi við náttúruvísindastörfin.48
Útlensk tunga hefur íför með sér útlenska siði
Fyrirsögn þessa kafla er tekin úr málsháttasafni Hallgríms og er málsháttur-
inn lýsandi fyrir baráttu hans fyrir hreinsun tungunnar og viðhaldi íslenskr-
ar menningar. Ef þjóðin týndi niður tungunni, glataðist líka menningin og
þar með þjóðernið. Þeir félagar og samkennarar, Sveinbjörn og Hallgrímur,
voru lagðir nokkuð að jöfnu meðal samferðarmanna sinna, en hins vegar féll
Hallgrímur í skugga Sveinbjarnar þegar lengra leið. Meginskýringin er sú að
prentaðar útgáfur á verkum Hallgríms voru ekki miklar, en Sveinbjörn var
ólíkt duglegri og afkastameiri að gefa út verk sín. Þegar franski vísindamað-
urinn Paul Gaimard ferðaðist til Islands á árunum 1835-1836 var með honum
í för bókmenntafræðingurinn Xawier Marmier og Auguste Mayer landslags-
málari. Marmier undraðist mjög bókmenningu þjóðarinnar þrátt fyrir ein-
angrun og frumstæða lífshætti. Grein eftir hann birtist í blaðinu Söndagen