Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 88
86 SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ANDVARI hafði Gísli Konráðsson faðir þeirra flutt úr Skagafirði á efri árum. Fyrr í bréf- inu hafði Hallgrímur lagt áherslu á það við Konráð að passa vel að þær ger- semar glötuðust ekki, sem faðir hans hafi safnað og samið. Hallgrímur taldi að það væru ekki margir bændur í Danmörku, sem annar eins fróðleikur lægi eftir. Greinilega hafði hinn menntaði fræðimaður auga fyrir þeim miklu þjóð- legu menningarverðmætum sem fólust í skrifum Gísla og nauðsyn þess að varðveita gamlar sagnir og sögur. Fjölmargar gátur, þulur og þjóðsögur liggja eftir Hallgrím í handritum. Hann fylgdi alla ævi rómantísku stefnunni sem hann hreifst af í Kaupmannahöfn og reyndi eftir megni að sinna fjölþættum straumum hennar. Þessu sér merki í allri hans vinnu, útgáfum og handritum. Hann gaf út í Boðsriti Bessastaðaskóla árið 1831 þýðingu á latneska speki- kvæðinu Disticha Catonis eða Hugsvinnsmálum. Hallgrímur segir í formála að hann hafi fyrst skrifað kvæðið upp í Kaupmannahöfn, en síðan borið það saman við nokkrar afskriftir. í handritinu JS 290 8vo eru ýmsar uppskriftir Hugsvinnsmála með hendi hans, auk þess eru einnig að finna þar textabrigði úr uppskrift Konráðs Gíslasonar sem Hallgrímur hefur fært inn í þýðingu sína. Það er ekki að undra að Hallgrímur hafi glímt við þýðingu þessara spekikvæða, svo djúp spor mörkuðu þau í latínuskólunum. Grímur Thomsen, sem var alinn upp á Bessastöðum en varð stúdent úr heimaskóla séra Árna Helgasonar í Görðum, líkti Hallgrími við Cató gamla, sem margir töldu vera höfund að Disticha Catonis. Dr. Scheving var sannur Rómverji, einskonar íslenzkur Cató, strangur og rjettlátur bæði við sig og aðra; sjálfsagt einn hinn latínulærðasti maður á sinni tíð, og með þeim lærðustu í fornmáli voru og bókmentum; strangur og alvörugefinn í kenslutímunum, en ljúfur og ræðinn þar fyrir utan bæði við skólalærisveinana sem aðra.59 Nýr skóli Það var gífurleg breyting fyrir Hallgrím kominn undir sjötugt að flytja til Reykjavíkur og reisa sér hús við Austurvöll.60 Ekki voru umskiptin minni að hefja störf í nýjum skóla, jafnvel þó að ætla megi að skólastarfið í Lærða skólanum hafi að mestu hvílt á grunni námsins á Bessastöðum. Hann og Sveinbjörn höfðu verið mjög efins um hvort þeir ættu að taka að sér skóla- stjórnina og yfirleitt hvort rétt væri að þeir héldu áfram kennslu. Sveinbjörn varð rektor skólans og Hallgrímur yfirkennari. Talsvert miklar umræður og bréfaskipti áttu sér stað um væntanlegar kennarastöður í skólanum meðal yngri manna. Nokkrir efnilegir menntamenn sóttu um stöðurnar, þar á meðal Páll Melsteð, Jón Sigurðsson, Grímur Thomsen og Konráð Gíslason. Konráð var sá eini þeirra sem var ráðinn við skólann, en mætti síðan ekki til starfa.61 Samtímamenn þeirra Hallgríms og Sveinbjarnar mátu þá mikils og settu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.