Andvari - 01.01.2012, Síða 91
andvari
DR. HALLGRÍMUR SCHEVING
89
og æ til starfa kröptum beitti,
en fann það yndi allra mest,
ætíð að rækja þau sem best.
Fari því vel úr vorum rann
leiðtoginn, sem oss lengi fræddi,
og löngun mennta tíðum glæddi;
flokkur vor honum til yndis ann
og hvíldar, sem hann nú má njóta
og nytsamt líf er vant að hljóta.
Skilnaðar orðin skulu k 1 ö k k
skólans einhuga vera: Þ ö k k.68
Hallgrímur Scheving andaðist á gamlárskvöld árið 1861. Hann var sagður
hafa verið „sem frjóvgandi dögg á þroska og menntun Bessastaðasveina.“69
Vissulega hafði hann djúpstæð áhrif á nemendur skólans. Sveinbjörn og hann
báru nýja strauma inn í skólann á Bessastöðum og kveiktu í brjóstum nem-
enda löngun til málvöndunar og þjóðfrelsis. Lærisveinar þeirra gerðu úr neist-
um meistara sinna kyndla sem leiftuðu og lýstu upp þjóðlífið á íslandi fyrir
og um miðja nítjándu öldina. Hallgrímur var einn aðalhvatamaður á bak við
frelsishetjur þeirrar aldar og var átrúnaðargoð þeirra.
Hallgrímur Scheving var fyrst og fremst málvísindamaður, sem heillað-
ist snemma af fornbókmenntum, ekki síst klassískum fræðum Grikkja og
Rómverja. Alla starfsævi sína stritaði hann við að betrumbæta íslenska tungu
og safna í sarpinn orðum og orðasamböndum fornum sem nýjum. Hann líkti
orðasöfnun við prjónaskap, orðin voru tínd upp á spotta svipað og lykkjur á
prjón, en hann lauk aldrei við prjónaskapinn. Hann var iðinn einfari, sem kom
lítt verkum frá sér sökum mikillar vandvirkni. Fræðimennsku hans á sviði
þjóðfræða hefur lítt verið haldið á lofti, en var þó angi af hinni rómantísku
þjóðernishyggju sem hann heillaðist af úti í Danmörku. Hallgrímur rannsak-
aði norræna trú og forn spekikvæði, gaf út málsháttasöfn, safnaði þjóðsagna-
efni, gátum, útskýrði leiki og skemmtanir, sagði frá dulrænum atburðum og
þýddi ævintýri frá framandi slóðum. Hann var þjóðfræðingur og samferða-
menn töldu hann allra manna íslenskastan í lund og vera einn besta íslending
nítjándu aldarinnar.