Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 95

Andvari - 01.01.2012, Page 95
GUÐRÚN KVARAN Jón Sigurðsson og íslensk tunga Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Jón Sigurðsson kom víða við á ferli sínum. Hans var rækilega minnst á síðasta ári, margt var um hann ritað og málþing voru haldin, helguð ákveðnum þáttum í ævistarfi hans. Eitt þessara málþinga var á vegum Hins íslenska þjóðvinafélags1 og var mér falið að ræða um Jón sem áhugamann um íslenska tungu. Jón Sigurðsson var einn af máttarstólpum íslenskra fræða á sínum tíma, vandvirkur fræðimaður og kom ótrúlega miklu í verk á sviði útgáfumála þrátt fyrir fjölmörg önnur tíma- frek störf. Minna þekktur er ef til vill áhugi hans á verndun íslenskrar tungu og barátta hans fyrir notkun íslensku í störfum Alþingis. Að þessum þætti verður sjónum einkum beint í greininni. Þegar Jón hélt utan til háskólanáms 1833 var hann óráðinn í því hvaða greinar hann hygðist leggja stund á. Að loknum inntökuprófum í fjölmörg- um greinum ákvað hann að leggja fyrir sig málfræði og sögu en slíkt nám kallaðist á latínu philologicum magnum eða málfræði hin meiri. Af því sést hvert hugur hans hneigðist fyrstu árin í Kaupmannahöfn. Síðar bætti hann við stjórnfræði og hagfræði en lauk ekki prófum. Hann varð styrkþegi Arnanefndar 1835 og ritari Árnastofnunar frá 1847 og þar til hann féll frá. Hann varð ritari Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1840 og for- seti hennar frá 1851 til æviloka. Skjalavörður Fornfræðafélagsins var hann 1845-1849 og vann einnig hjá vísindafélagi Dana. Þrátt fyrir umfangsmikil stjórnunarstörf vann Jón ótrauður að útgáfumál- um. Hann gaf út ljóð Jóns Þorlákssonar á Bægisá 1842-43 og stóð að útgáfu íslendinga sagna 1843-47 fyrir Fræðafélagið í Kaupmannahöfn. Hann stýrði einnig útgáfu á Snorra-Eddu í þremur bindum, bæði á íslensku og í latneskri þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Hann kom að útgáfu á þremur fyrstu heft- unum af íslenskum fornkvæðum og meðal afreka hans er útgáfan á sautján bindum af lagasafninu Lovsamling for Island ásamt Oddgeiri Stephensen. Á vegum Hins íslenska bókmenntafélags átti hann ýmist frumkvæði að eða kom á einhvern hátt að miklum verkefnum á sviði íslenskra fræða. Þar má telja Biskupasögur í tveimur bindum, Skýrslur um landshagi á Islandi, Tíðindi um stjórnarmálefni íslands, Safn til sögu Islands og Islenskt forn- bréfasafn. Af hinu síðasttalda sá hann um útgáfu á fyrsta bindi á árunum 1857—76 og lagði þar með grunninn að allri útgáfunni. Þetta er enginn tæm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.