Andvari - 01.01.2012, Qupperneq 101
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG ÍSLENSK TUNGA
99
hann að skrifa þær upp sem næst íslenskri stafsetningarvenju. Þegar Jón hafði
lokið sínum þætti var handritið sent til N. M. Petersen sem gerði athugasemdir
við textann en lagði til að hann yrði prentaður stafrétt þar sem hætta væri á
að menn tækju ekki þessa nýju gerð í sátt. Nú fór textinn til Venceslaus U.
Hammershaimbs, sem var prestur í Færeyjum, með þeirri ósk að hann gerði
tillögur að færeyskri stafsetningu sem byggðust á tillögum Jóns Sigurðssonar,
athugasemdum Petersens og stafsetningu handritsins. Þegar hann hafði lokið
þessu voru það tillögur Jóns sem mestu höfðu ráðið hver niðurstaðan varð.
Má því segja að þeir Jón og Hammershaimb séu saman feður færeyskrar
stafsetningar.
Af því sem hér hefur verið dregið fram má sjá að Jón Sigurðsson lét sér
annt um íslenska tungu og vildi veg hennar sem mestan, hvort heldur var í
störfum þingsins eða í meðförum alls þorra fólks. Hann kunni að meta það
mál sem alþýðan til sveita hafði varðveitt um aldir og nýtti krafta sína innan
Hins íslenska bókmenntafélags til bókaútgáfu, en eins og fram hefur komið
taldi hann bóklestur mikilvægasta hjálpargagnið til að viðhalda málinu sem
bestu og hreinustu. Jóns er ekki oft getið þegar rætt er um málræktarmenn 19.
aldar en hans skerfur er ekki lítill þegar litið er til baráttu hans fyrir rétti ís-
lenskrar tungu á Alþingi. Erfitt er að geta sér til um þróun málsins, orðaforð-
ans og beygingakerfisins, ef sú barátta hefði ekki unnist. Hún hefði örugglega
orðið önnur og málið blandaðra en það er nú.
TILVÍSANIR
I Greinin, sem hér birtist, er unnin upp úr fyrirlestrinum og aukin.
2Finnur Jónsson. 1911. Vísindastörf Jóns Sigurðssonar. Skírnir. Tímarit Hins íslenska bók-
mentafélags. LXXXV. ár, bls. 153-184.
3Finnur Jónsson. 1911. Vísindastörf Jóns Sigurðssonar. Skírnir. Tímarit Hins íslenska bók-
mentafélags. LXXXV. ár, bls. 170.
4 Finnur Jónsson. 1911. Vísindastörf Jóns Sigurðssonar. Skírnir. Tímarit Hins íslenska bók-
mentafélags. LXXXV. ár, bls. 180.
s Með tilvísun til orðsins „kend“ er Finnur líklega með í hug orðasmíð þeirra Arnljóts
Olafssonar (kennd og lífkennd) og Ágústs H. Bjarnasonar (siðakennd, siðferðiskennd, skyn-
kennd, trúarkennd og vitkennd) sem fékk misjafnar undirtektir. Sjá: Guðrún Kvaran. 2010.
Islensk nýyrðasmíð, Arnljótur Olafsson og Ágúst H. Bjarnason. Vísindavefur. Ritgerðasafn
til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni sjötugum 27. september 2010. Bls. 73-83. Reykjavík.
6 Jón Sigurðsson. 1858. Alþing og alþingismál. Ný félagsrit. 18. árgangur, bls. 1-112.
7 Jón Sigurðsson. 1844. Um félagsskap og samtök. Ný félagsrit. 4. árgángur, bls. 1-27.
8 Jón Sigurðsson. 1858. Alþing og alþingismál. Ný félagsrit. 18. árgangur, bls. 72.
9 Jón Sigurðsson. 1858. Alþing og alþingismál. Ný félagsrit. 18. árgangur, bls. 75.
Jón Sigurðsson. 1858. Alþing og alþingismál. Ný félagsrit. 18. árgangur, bls. 75-76.
II Jón Sigurðsson. 1858. Alþing og alþingismál. Ný félagsrit. 18. árgangur, bls. 76.
12 Jón Sigurðsson. 1858. Alþing og alþingismál. Ný félagsrit. 18. árgangur, bls. 77-78.