Andvari - 01.01.2012, Page 103
ÁRMANN JAKOBSSON
Sérkennilegur, undarlegur
og furðulegur einfari
eða: Hvernig túlka má depurð skálda
Dægradvöl, sjálfsævisaga Benedikts Gröndal (1826-1907), er líklega það rit
hans sem hefur notið einna mestrar virðingar og hylli almennings seinustu
áratugi,1 þó að hann hafi á sínum dögum hlotið skáldfrægð fyrir önnur verk,
einkum rómantísk ljóð.2 Fræðileg umfjöllun um Benedikt Gröndal hefur
samt áfram snúist fyrst og fremst um ljóð hans, ritgerðir hans um listir og
samfélagsmál, Heljarslóðarorustu eða Gandreiðina. Einkum hafa ljóðagerð
Gröndals og rómantísk hugmyndafræði hlotið vandaða og rækilega umfjöllun
fræðimanna seinustu áratugi.3 Á sama tíma hefur lítið sem ekkert verið fjallað
um Dægradvöl sem virðist hafa nýst fræðimönnum sem heimild fremur en
umfjöllunarefni.4
Ævisaga Gröndals var rituð 1893-1894 og 1904-1905 en kom fyrst út árið
1923. Hafði hann þá verið látinn í sextán ár. Um þá útgáfu sá Ársæll Árnason
bóksali en textinn sem var gefinn út var styttri gerð sögunnar eða uppkast
að henni sem Þórður Edilonsson tengdasonur Gröndals hafði látið honum
í té. Þórður ritaði eftirmála að bókinni. Lengri gerð var til í hreinriti sem
hafði verið afhent Landsbókasafni í maí 1912 og skyldi vera innsiglað í 25
ár. Það handrit var nýtt við næstu útgáfu Dægradvalar, í fimm binda Ritsafni
Gröndals sem Gils Guðmundsson sá um og kom út hjá ísafoldarprentsmiðju
1948-1954 en Gils sá einnig um þriggja binda ritsafn (Rit) hjá Skuggsjá árin
1981-1983.5 Enn fremur var lengra handritið (Lbs. 1644 4to) nýtt við sérstaka
útgáfu Ingvars Stefánssonar á Dægradvöl hjá Máli og menningu árið 1965 en
hún var einkum notuð við samningu þessarar greinar og vísað er til blaðsíðu-
tals í henni hér á eftir.6
Fyrstu viðtökur Dægradvalar árið 1923 voru að mörgu leyti dæmigerð-
ar fyrir það hvernig ritið hefur verið metið síðan. „fSJkemtileg bók,“ segir
Magnús Jónsson dósent í Iðunni og Sveinn Sigurðsson í Eimreiðinni segir
hana „skemtilegasta aflestrar“.7 Báðir hafa þeir orð um fyndni höfundar,
gáska, fjör og hnyttni, og þetta hafa síðan verið leiðarstef þegar Dægradvöl
er nefnd. Um leið taka þeir fram að frásögnin sé hispurslaus. Sveini þykir