Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 104

Andvari - 01.01.2012, Page 104
102 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI „margt gálauslega sagt... og hefði gjarnan mátt sleppa því“ og Magnús lýsir lokaköflum sögunnar svo: Það sem sagt er frá síðustu árunum er bæði styttra og ómerkilegra, og of mjög blandað gremju yfir flestu og flestum. Gröndal féll aldrei vel inn í það umhverfi, sem lífsstaða hans og mentun vísaði honum á, þetta sápuþvegna og hrukkulausa oddborgara félag hversdagsmanna. Hann var fæddur til þess að fara einförum, sérkennilegur listamaður og brennandi frelsismaður. Hann fellir sig ekki við aðra og aðrir ekki sig við hann, en þá er honum laus kutinn og er þá ógæfan vís. Að lokum verður hann svo gramur og fer að hafa alt á hornum sér, finst sér vanþakkað alt og enginn skilja sig. Hann einangrast meir og meir. Alt þetta skín út úr æfisögunni. Hér er þannig á ferð bók þar sem gáski og gremja fara saman. Greinilega þykir þessum fyrstu ritdómurum minna koma til gremjunnar og að hún hefði jafnvel mátt missa sín; eflaust hafa svipuð sjónarmið ráðið því að sagan var ekki gefin út fyrr en allnokkru eftir andlát höfundar. Hér verður hins vegar einkum að hugað að gremjunni. Þar með er ekki sagt að Benedikt Gröndal sé ekki fyndinn og gáskafullur og raunar kemur gáskinn hér við sögu líka.8 Það sem fylgir á eftir er athugun á gremju Benedikts Gröndal. Fyrst mun ég nálgast hana út frá eigin sjónarhorni 21. aldar manns sem er hvorki sér- fræðingur í heimspeki né sálfræði en þó undir áhrifum frá hvoru tveggja. Þeim lestri verða þó ákveðin takmörk sett; ég hyggst fyrst og fremst draga fram ákveðin einkenni textans sem frá mínu sjónarhorni benda öll í eina og sömu átt. Sú túlkun á Dægradvöl hefur þó ekki verið sett fram áður og í lok greinarinnar hyggst ég ræða hvernig á því geti staðið. Einkennin í Ijósi nútímans Gáski og gremja, gaman og alvara - það hefur ekki farið framhjá neinum sem hefur fjallað um Benedikt Gröndal að hann var mislyndur og þar fara saman kátína og beiskja.9 Flestir sem hafa fjallað um Dægradvöl nefna vægðarleysi Gröndals sem einn helsta kost eða galla verksins - eða hvort veggja. Þá hefur stundum verið minnst á dóma hans og lýsingar á nafngreindum samferðar- mönnum sem sumir fá það óþvegið og ekki síst Björn M. Ólsen sem raunar andaðist fjórum árum áður en ritið kom fyrst á prent. Hér verður hins vegar litið svo á að harkaleg ummæli Gröndals um aðra séu síst af öllu áhuga- verð einvörðungu sem þáttur í rökrænni deilu þar sem beri að vega og meta málsatvik og finna síðan út hvor komist nær sannleikanum eða hafi rétt fyrir sér. Þvert á móti sé áhugaverðara að láta sannleikann liggja milli hluta og skoða frekar tilfinningatjáningu Gröndals. Þannig megi skoða lýsingu hans á Grími Thomsen og Matthíasi Jochumssyni ekki aðeins sem lýsingu á þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.