Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 107

Andvari - 01.01.2012, Side 107
ANDVARI SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI 105 Fleyg urðu orð Jean-Paul Sartre í leikritinu Huis Clos (1944) „L‘enfer, c‘est les autres“ (helvíti eru hinir). Einn helsti vandi þeirra sem eru daprir og þung- lyndir er að þeir sækja í aðra til að fá ást, hvatningu, uppörvun og gleði. Stundum fá þeir það en mjög oft veldur hitt fólkið vonbrigðum og við það dvelur sá þunglyndi löngum. í Dægradvöl ræðir Benedikt Gröndal ítrekað um þann skort á ást og uppörvun sem hann saknar hjá sínum nánustu og öðrum - það virðist vera sá missir sem veldur þunglyndinu. Á æskuárunum í Kaupmannhöfn er hann „melankólskur og dulur“ og bæti við: „ástar þurfti ég með, en ég hafði ekkert til að elska, ég gaf mig ekkert að kvenfólki... puntaði mig og dreif á götunum“ (Dægradvöl, 123). Enn uppteknari er hann af skorti á ást og hlýju úr foreldrahúsunum: Þó að foreldrum mínum þætti vænt um mig, þá voru mér ekki blíðleg atlot sýnd né vinalegt viðmót; ég varð snemma einstæðingslegur, og hefur það ráðið allri stefnu minni seinna og verið orsök til þeirrar alvöru, sem mér er tamt að geyma með sjálfum mér, þó ég annars á seinni árum hafi orðið glaðlyndari ofan á. Ég fékk þráfaldlega að heyra, hvað ég væri ljótur, klaufalegur og latur, en hrós man ég ekki til, að ég fengi nokkurn tíma að heyra; sjálfsagt hef ég átt þetta álas skilið, en uppörvan hafði ég enga, hvorki þá né nokkurn tíma síðar á mínum eldri árum. Allt hvað ég hef gert, það hef ég gert alveg uppörvunarlaust. Við börnin vorum látin þéra foreldra okkar, eins og þá var títt með heldra fólki, en ég held að það hafi fjarlægt okkur frá þeim; við þorðum aldrei að nálgast þá eða vera náttúruleg og hjartanleg, en við höfðum fremur ótta af þeim (Dægradvöl, 17). Það er dæmigert fyrir viðtökur Dægradvalar að stutt saga sem fer hér rétt á undan um hversu fúll og einrænn Benedikt Gröndal var og hvernig hann sagðist vera að smíða hlandfor þegar lektor kom aðvífandi er margívitnuð gamansaga en samhengið er þó fremur átakanlegt. Velta má því upp hvort orðin um að Gröndal hinn barnungi sé ljótur, klaufalegur og latur hafi tekið bólfestu í sinni hans og af því korni hafi síöan vaxið þunglyndið sem virðist gegnsýra Dægradvöl. „Allt hvað ég hef gert, það hef ég gert alveg uppörvunarlaust": Þetta verður leiðarstef í Dægradvöl því að hvað eftir annað víkur Benedikt Gröndal að hvatningu sem hann hefur verið svikinn um í tímans rás. Þegar hann snýr aftur til Reykjavíkur árið 1850 segir hann um föður sinn: „samt vissi ég, að faðir minn hafði álit á mér niðrí, þó hann ekki færi hátt með það, því hann var aldrei vanur að hrósa okkur, enda er leiðinlegt að heyra hvernig foreldrar - kannske flestir - hrósa börnum sínum, oftast fyrir ekkert, eins og þau séu óviðjafnanleg“ (Dægradvöl, 151). Almennt hefur Gröndal föður sinn á stalli og ver hann ítrekað fyrir árásum annarra og er dæmigert fyrir manneskju sem þjáist af depurð; þeir þunglyndu verða gjarnan uppteknir af látnu fólki sem þeir trega og hafa fyrir helgimyndir. Á hinn bóginn er greinilegt að upp- örvunarleysi föðurins situr þungt í Gröndal.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.