Andvari - 01.01.2012, Page 108
106
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
Þegar Gröndal fer að kenna í Lærða skólanum fær hann svipaðar viðtökur:
„Annars sýndu kennararnir mér engan hlýleik, þeir voru mér raunar ekki af-
undnir, en heldur ekki meir, var auðfundið, að þeir hlutu að láta sér lynda, að
ég kæmi“ (Dægradvöl, 261). Hann virðist þrá jákvæðar móttökur, ást og hlýju
en fær ekkert af þessu og velta má því fyrir sér hvort hann hafi sjálfur spillt
fyrir sér með feimni og hlédrægni, eins og stundum verður um þunglynt fólk
sem er tortryggið og treystir ekki öðrum til að taka sér vel, ef til vill vegna
óbeitar og fyrirlitningar sem það er sjálft haldið á sér.
Önnur látin manneskja sem hann virðist hafa haft á stalli er eiginkona hans,
Ingigerður Zoéga. Þegar hún andast árið 1881 („sá engill, sem hafði staðið
mér við hlið og varið mig“) er hann „orðinn einn og aðstoðarlaus, enginn
hirti um mig, nema til að amast við mér, rífa mig niður og nota tækifærið“
(Dægradvöl, 269). Ef til vill er andlát hennar sá missir sem veldur því var-
anlega þunglyndi sem höfundur Dægradvalar er haldinn af. Gröndal treystir
sjálfum sér ekki vel til að standa einn, hann þráir aðstoð og hjálp en aftur fær