Andvari - 01.01.2012, Page 109
andvari
SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI
107
hann enga. Líf hans er sett fram eins og löng bið eftir uppörvun sem aldrei
kemur. Eftir að hann er rekinn frá Lærða skólanum fyrir óreglu árið 1883
starfar hann sjálfur og kveðst vera heldur iðjusamari en áður: „Ég hafði ann-
ars enga upphvatningu aðra en mína eigin lyst og áhuga, ekkert vinalegt orð“
(Dægradvöl, 274). Benedikt Gröndal bíður stöðugt eftir vinalegum orðum frá
umheiminum en virðist aldrei fá þau. Líklegt er þó að sakir depurðar og
þunglyndis hafi hann einfaldlega ekki tekið eftir þeim eða þau hafi ekki nægt
honum því að iðulega binda þeir þunglyndu allar vonir sínar við tiltekið fólk
sem stendur þeim nærri (maka, börn, foreldra, góða vini) og vinahót annarra
koma þeim að engu gagni.
Áberandi er hversu mikið rými vinslit og ósætti fær í Dægradvöl og hve
Gröndal ræðir ítarlega um það hvernig hann er útilokaður frá ýmsum hópum.
Þetta á bæði við um Kaupmannahafnarárin þar sem hann fellur úr klíku Jóns
Sigurðssonar og þegar heim er komið fellur hann ekki heldur inn í þá „dönsku
embættisfólksklíku“ sem sé ráðandi í Reykjavík.13 Eitt af því sem blasir við
þegar Dægradvöl er lesin í fyrsta sinn er hve illorður Gröndal er um ýmsa
landa sína. Það sem hins vegar blasir við ef Dægradvöl er lesin sem texti um
þunglyndi er hversu mjög Benedikt Gröndal einblínir á eigin einstæðingsskap
og hversu mjög hann tregar misheppnuð samskipti sín við umheiminn. Eins
og hann orðar það sjálfur í frásögn af deilum sínum og Konráðs Gíslasonar:
„ég var lítilsigldur, umkomulítill og upp á ýmsa málsmetandi menn kominn“
(Dægradvöl, 219).14
Þegar öllu er á botninn hvolft snúast þessar deilur ekki um fólkið sem hann
er ósáttur við heldur hann sjálfan, hvernig umheimurinn hafnar honum stöð-
ugt og hversu vanmáttugur hann er að takast á við þá höfnun.
Þeir sem stríða við depurð eiga oft von á öllu hinu versta og tekst líka
gjarnan að starblína á neikvæðu hliðina á öllu sem gerist en missa af því sem
jákvætt er. Áhugavert er hversu oft Gröndal minnist á hluti eins og sjálfs-
morð eða svik í Dægradvöl,15 og jafnvel þegar fólk reynist honum vel sér
hann vondu hliðina á því. Þegar skólapiltar sýna honum vinarþel og færa
honum dýrt sigurverk þá gleymir hann að þakka þeim: „Ég var annað hvort
svo utan við mig eða svo hugsunarlaus að ég þakkaði þeim ekki fyrir það -
kom það ekki til af því, að ég misvirti gjöfina eða vildi ekki meta göfuglyndi
pilta við mig, en slíkt fer nú stundum út um þúfur hjá mér“ (Dægradvöl, 273).
Þannig snýst frásögnin af því að piltarnir heiðruðu hann og verður að sögu
um hvernig hann gleymdi að þakka fyrir sig í eitt af þeim fáu skiptum sem
honum var sýnd óræk velvild. Aðrir hafa greint frá því hvernig Gröndal átti
til að sýna fólki kaldrana við fyrstu kynni og tortryggja velvild í sinn garð og
er það býsna dæmigert fyrir þá sem eru sjúklega þunglyndir.
Öll sambönd við aðra reynast þannig uppfull af erfiðleikum og sársauka
og sá þunglyndi á það til að kjósa sér einstæðingsskap af ótta við höfnun