Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 114

Andvari - 01.01.2012, Page 114
112 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI við áhrif frá austurríska sálfræðifrumkvöðlinum. Að vísu notar hann orðin tilfinningamaður og skapbrigðamaður og um leið blasir við að hann áttar sig á að ekki er endilega að marka alla orðræðu Gröndals, þ.e. að tjáning hans er ekki endilega rökræn heldur líka tilfinningaleg og mótast af líðan hans hverju sinni. Myndin af innra lífi Benedikts Gröndal dýpkaði lítið eftir því sem á leið 20. öldina; áfram héldu þeir sem um hann rituðu að lýsa fremur en að greina. Frásögn Arna Thorsteinssonar af áttræðisafmæli skáldsins þar sem fara átti blysför og taka ljósmynd af honum fellur vel að þeirri mynd sem Gröndal sjálfur og Þorvaldur draga upp af honum. Gröndal er til skiptis „snúðugur og þurr á manninn" og „hinn glaðasti“, hafnar ljósmynd og blysför en samþykkir síðan og hegðar sér að ýmsu leyti þannig að nútímamaður greindi þar líklega þunglyndi.23 Árni sjálfur áttar sig á að viðmót hans kunni að vera skel: „Held ég, að hann hafi tamið sér þetta hrjúfa viðmót og það hafi aðeins verið á yfir- borðinu.“ Líkt og Þorvaldur tjáir hann sig aftur á móti ekkert um það hvers vegna Gröndal hafi þurft að sýna slík varnarviðbrögð og sagan virðist fyrst og fremst tilfærð sem gamansaga um einkennilegan mann. Lengi áfram tíðkaðist að líta á Benedikt Gröndal sem kynlegan kvist fremur en mann sem leið illa. Steingrímur Matthíasson notar orð eins og „einrænn“, „ómannblendinn“ og „heimasætinn" en þó að hann sé læknir sjúkdómsgreinir hann Gröndal ekkert frekar.24 Hið sama er uppi hjá teningnum hjá Tómasi Guðmundssyni sem elst upp um svipað leyti og kenningar Freuds fóru að spyrjast um alla Evrópu en leiðir þær hjá sér og notar þess í stað orð eins og „persónulega fáskiptinn og jafnvel mannfælinn“ og ákveður að Gröndal hafi fyrst og fremst verið kynlegur kvistur: „þennan furðulega mann, sem engum var líkur, hvorki að gáfum né geðslagi“.25 Einna ítarlegust er umfjöllun Ingvars Stefánssonar og þar gætir einna helst vilja til sálfræðilegrar túlkunar. Hann setur skapferli Benedikts Gröndal í samhengi við kuldalegt uppeldi hans og gerir sér grein fyrir því að tómlæt- ið sem Gröndal lýsir hjá samfélaginu í sinn garð er að einhverju leyti hug- arástand hans sjálfs. Þó gengur hann ekki lengra í því að skilja skáldið en svo að við orðin einkennilegur (hjá Þorvaldi Thoroddsen) og furðulegur (hjá Tómasi Guðmundssyni) bætist núna undarlegur. Þannig virðast þeir allir álíta Benedikt Gröndal nánast handan skilnings. Gröndal lýsir hann svo: maðurinn var svo undarlega gerður, að hæfileikar hans nýttust honum ekki nema að litlu leyti, hvorki á námsbrautinni né í barningi lífsins ... Hann glímdi ekki við vandamál veruleikans, heldur flúði þau inn í skáldskapardrauma eða á náðir Bakkusar ... Vonbrigðin yfir því að fá ekki notið sín, vera sífellt settur hjá, og yfir tómlætinu, sem honum fannst, að sér og því, sem hann þrátt fyrir allt afrekaði, væri sýnt, hvíldu löngum þunglega á honum. Fúllyndi hans er við brugðið. ... Þó var skopskyni hans að því leyti áfátt, að það náði ekki til hans sjálfs. ... Andmæli þoldi hann illa, og ritdómar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.