Andvari - 01.01.2012, Qupperneq 118
116
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
TILVÍSANIR
1 Líklega nánast frá því Dægradvöl kom út. Ingvar Stefánsson telur hana vinsælasta verk
skáldsins um það leyti sem hann ritar meistaraprófsritgerð sína nálægt 1960: „Gröndal og
Gandreiðin,“ Gandreiðin: Skopádeila Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals (Reykjavík
1974), 43-162 (bls. 46). Svipað mat má einnig sjá í ýmsum yfirlitsritum seinni áratuga þar
sem Dægradvöl er stundum talin það verk skáldsins sem muni halda nafni hans lengst á lofti
(sjá t.d. Erlendur Jónsson, íslensk bókmenntasaga 1550-1950 (Reykjavík 1977 [1966]), 76).
2 Sbr. stutta ritgerð Steingríms Matthíassonar, „Gröndal, Steingrímur, Matthías,“ Skírnir 109
(1935), 24-41. Hjá Sigfúsi Blöndal („Benedikt Gröndal (1826-1907),“ Islandsk Aarbog
(1944), 18-53) hafa Heljarslóðarorusta, Gandreiðin og ljóðagerðin öll talsvert vægi en ekk-
ert er fjallað um Dægradvöl nema sem heimild um ævi Benedikts; er það býsna dæmigert
fyrir fræðilega umfjöllun um Benedikt og verk hans alla 20. öldina.
3 Munar þar mest um mikla rannsókn Þóris Óskarssonar, Undarleg tákn á tímans bárum:
Ljóð og fagurfræði Benedikts Gröndal (Reykjavík 1987). Sjá einnig um þessi efni: Sveinn
Yngvi Egilsson, „Gröndal og Freyja,“ Guðamjöður og arnarleir: Safn ritgerða um eddulist.
Sverrir Tómasson ritstýrði (Reykjavík 1996), 295-325; Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og
umbylting: Rannsókn á íslenskri rómantík (Reykjavík 1999), 176-241; Þórir Óskarsson,
„Steingrímur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal og rómantísk heimsskoðun," Mímir
30 (1983), 19-32; Þórir Óskarsson, ,,‘I gegnum list að ljóssins vizkusal': Um hlutverk
listarinnar í heimssýn rómantískra skálda,“ Tímarit Máls og menningar 46 (1985), 460-69;
Hafþór Ragnarsson, „Undir áhrifum: Listarhugmyndir Benedikts Gröndals," Mímir 45
(1997), 67-75; Sverrir Tómasson, ,,‘Iarlar árhvatir / iörð um gátu‘: Þýðingar Benedikts
Gröndals Sveinbjarnarsonar úr fornensku," Skorrdæla, gefin út í minningu Sveins Skorra
Höskuldssonar. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson ritstýrðu
(Reykjavík 2003), 179-86. Heljarslóðarorusta naut talsverðrar athygli snemma á 20. öld og
má þar nefna rannsóknir Stefáns Einarssonar sem líkti henni við verk Rabelais („Benedikt
Gröndal and Heljarslóðarorusta," Journal of English and Germanic Philology 36 (1937),
307-25, sjá einnig Skáldaþing 1948; Hallfríður Jakobsdóttir, „Gröndal og gróteskan:
Tilraun til túlkunar á Gandreið Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals," Tímarit Máls og
menningar 55.3 (1994), 6-25).
4 Gunnar Harðarson setti fram mikilvæga ábendingu um að Dægradvöl væri áhrifavaldur
á Bréf til Láru Þórbergs Þórðarsonar fyrir 20 árum (Gunnar Harðarson, „Bréf til Láru og
Dægradvöl," Tímarit Máls og menningar 50 (1989), 403-4; endurpr. í Blindramminn bak
við söguna og fleiri skilagreinar (Rvík 2009), 189-91) en lengri rannsókn fylgdi ekki í
kjölfarið. Þá eru til BA-ritgerð eftir Hafþór Ragnarsson (,,‘Vor hugsjónafátæku smáskáld’:
Skáld í Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal. Háskóla íslands 1997) sem aldrei var prentuð,
hvorki í heild né hluta, og ný MA-ritgerð eftir Sigríði Ólöfu Þóru Sigurðardóttur (‘Ég lifði
í löngunarfullum og endalausum draumum’: Um birtingarmyndir sjálfsins í sjálfsævisögu-
legum skrifum Benedikts Gröndals. Háskóla íslands 2011). Þau benda bæði á að Dægradvöl
sé ekki síður mikilvæg sem umfjöllunarefni en sem heimild.
5 í fyrri útgáfu Ritsafnsins var Dægradvöl í 4. bindi (Ritsafn 4, 259-554) sem kom út árið
1953 en í seinni útgáfu í 3. bindi (Rit 3, 7-334) sem kom út árið 1983.
6 Benedikt Gröndal, Dægradvöl. Ingvar Stefánsson sá um útgáfuna (Reykjavík 1965).
7 Sveinn Sigurðsson, „Ritsjá,“ Eimreiðin 29 (1923), 378-79; Magnús Jónsson, „Ritsjá," Iðunn
8 (1924), 155-57.
8 Þessi gáski kemur ekki síður fram í bréfum hans og væntanlega í daglegu tali. Allmörg bréf
Gröndals voru gefin út í 5. bindi Ritsafnsins sem Gils Guðmundsson sá um og út kom árið
1954. Um bréfin hefur einnig verið fjallað stuttlega í glöggri grein eftir Sverri Tómasson,