Andvari - 01.01.2012, Page 121
JÓN Þ. ÞÓR
Sögufróðir frændur
Um söguritun Páls og Boga Th. Melsteð
I
Um 1860 var heldur dapurlegt ástand í sögukennslu á íslandi. Mannkynssaga
var að vísu kennd í Lærða skólanum í Reykjavík, en eftir dönskum náms-
bókum. Ekkert kennsluefni var til á íslensku, og reyndar engar aðrar prent-
aðar bækur um sögu mannkyns. Saga Islands var hvergi kennd og engar að-
gengilegar bækur voru á boðstólum um efnið, ef undan eru skildar fræðilegar
heimildaútgáfur á borð við Safn til sögu Islands og Islenzkt fornbréfasafn,
sem þá var nýlega tekið að gefa út í Kaupmannahöfn. Þau rit gátu þó trauðla
talist við alþýðu hæfi og næsta fáir höfu efni á að eignast íslands Arbœkur í
sögu-formi eftir Jón Espólín, sem Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags
gaf út á fyrra helmingi 19. aldar.
Hálfri öld síðar, um 1910, var þetta gjörbreytt. Þá var tiltæk á íslensku
veraldarsaga í mörgum bindum og náði frá fornöld og fram á síðari hluta
18. aldar. Ennfremur sérstök Norðurlandasaga og tvö fyrstu bindi rækilegrar
Islandssögu, auk styttri rita um sögu lands og þjóðar á landnáms- og þjóð-
veldisöld. Voru þau einkum ætluð fróðleiksfúsum almenningi og ungmenn-
um.
Þessa skjótu breytingu í íslenskri söguritun mátti nær einvörðungu þakka
framtaki tveggja manna, frændanna Páls og Boga Th. Melsteð. Þeir eru nú
báðir flestum gleymdir og tilgangurinn með þessari grein er að rifja upp í
stuttu máli þann hluta starfssögu þeirra er að sögurituninni snýr.
II
Páll Pálsson Melsteð, eða Páll Melsteð yngri, eins og hann var oft nefndur til
aðgreiningar frá föður sínum, var af flestum talinn sögufróðastur íslendinga
um sína daga. Hann stundaði nám í Bessastaðaskóla en var lítt hrifinn af
sögukennslu þar og kvað nær alla, er útskrifuðust úr skólanum, hafa verið
„bálónýta" í sögu.1
Að loknu stúdentsprófi hélt Páll til Kaupmannahafnar, þar sem hann las lög