Andvari - 01.01.2012, Page 132
130
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
ur Fjölnismönnum öllum og deildi á Hafnarárum sínum herbergi með þeim
báðum, Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sigurðssyni.
Bogi Th. Melsteð var hálfri öld yngri en Páll og aðstæður hans voru um
flest aðrar og hagfelldari. Hann var háskólamenntaður sagnfræðingur og hafði
á námsárunum setið við fótskör fremstu sagnfræðinga Danmerkur. Ólíkt Páli
naut hann löngum fjárstyrks til söguritunar og -rannsókna og hafði jafnan að-
gang að góðum heimilda- og bókakosti í Kaupmannahöfn. Af þeim sökum er
höfuðrit hans, Islendinga saga I—III, að verulegu leyti byggt á könnun frum-
heimilda. Nútímasagnfræðingar munu að vísu ekki telja allar heimildir Boga
boðlepar og margir munu vafalítið gagnrýna nánast ofurtrú hans á heimilda-
gildi Islendinga sagna og annarra fornrita. I því efni skar hans sig hins vegar
í engu úr í hópi samtíðarmanna sinna og á hans dögum þóttu verk hans full-
gild sagnfræði.
Eins og Páll var Bogi ágætlega ritfær, en sá ljóður var á ráði hans, að hann
var ofurnákvæmur, nánast smásmugulegur á stundum og tókst misvel að
greina á milli aðal- og aukaatriða. Það mun hafa valdið miklu um að honum
sóttist söguritunin hægar en skyldi og að hann komst aldrei lengra en fram um
1200. íslendinga saga hans og styttri rit, sem hann vann upp úr meginverkinu,
er þannig í raun saga landnáms- og þjóðveldisaldar. Um sögu íslendinga á
síðari tímum ritaði hann aldrei neitt að heitið gæti.
Þess var getið í upphafi þessa máls, að um það bil sem Páll Melsteð hóf
samningu fornaldarsögu sinnar var ekki um auðugan garð að gresja í íslensk-
um sögubókmenntum. Hálfri öld síðar var staðan allt önnur í þessum efnum.
Þá áttu íslendingar á eigin tungu mannkynssögu, sem náði frá upphafi vega
og fram á 19. öld, og útgáfa íslendinga sögu Boga var komin vel á veg. Þá
átti íslenskur almenningur kost á góðum og vel skrifuðum ritum um jafnt
veraldarsögu sem Islandssögu á móðurmálinu og heimur sögunnar var ekki
lengur lokaður öðrum en þeim er gátu notfært sér rit á erlendum málum. Það
var öðru fremur þeim frændum að þakka. Framlag þeirra til íslenskrar sagn-
fræði - íslenskrar sögu og mannkynssögu - fólst öðru fremur í miðlun þekk-
ingar og fróðleiks á vandaðri og læsilegri íslensku, tungu sem íslenskur al-
menningur skildi og naut þess að lesa. Fyrir það nutu þeir báðir virðingar og
vinsælda á sinni tíð.