Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 143

Andvari - 01.01.2012, Side 143
ANDVARI DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS 141 fram að þýtt sé úr ensku, en enskukunnátta var langtum sjaldgæfari á íslandi þá en síðar átti eftir að verða raunin. Sögunni fylgir stutt kynning á Dickens og verkum hans (18. hefti). Ef marka má þá kynningu er hugtakið „skáldsaga" ekki enn komið í almenna notkun á íslensku um 1860, því að skáldsögur Dickens eru kallaðar „skáldlegar sögur og ritgjörðir"; m.a. er drepið á „rit- gjörð þá, er heitir Bleakhousé\ Þriðja sagan eftir Dickens á íslensku - eftir því sem ég kemst næst - birtist í tímaritinu Norðurfara á Akureyri 1885 og sú fjórða birtist 1888 í Lögbergi sem út kom í Winnipeg. Þetta er raunar merkilegt tímabil í sögu íslenskrar bóka- og tímaritaútgáfu, því að hún er þá um hríð stunduð í þrem- ur löndum í senn og það endurspeglast í íslenskum Dickensþýðingum: þær birtast í Kaupmannahöfn, í Winnipeg og á Islandi. I Lögbergi birtist þýð- ing á fyrsta hluta áðurnefnds pistlasafns um bæinn Mudfog („Stjórnarstörf Mr. Tuirumbles"). Olafur F. Hjartar telur líklegt að ritstjóri Lögbergs, Einar Hjörleifsson Kvaran, hafi sjálfur þýtt verkið, sem hefst svo á íslensku: Mudfog er viðkunnanlegur bær - merkilega viðkunnanlegur bær; það stendur í Ijómandi fallegri kvos, öðrumegin við á eina, og frá þeirri á fær Mudfog viðfeldinn ilm of biki, tjöru, kolum og kaðlagarni. flögrandi fólk með vaxdúkshöttum, dáindis stöðugar heimsóknir af drukknum sjómönnum og fjöldamörg önnur sjávarhlunnindi. Það er töluvert af vatni kringum Mudfog, og þó er það ekki beinlínis bær fyrir böð heldur. Vatn er meinlega einþykk höfuðskepna, þegar bezt lætur, og í Mudfog er það það sérstaklega. Á veturna kemur það vætlandi ofan strætin og steypir sér yfir akrana - ryðst enda inn í sjálfa kjallarana og eldhúsin í íbúðarhúsunum með óhóflegri eyðslusemi sem menn gætu vel verið án; en í sumarhitanum vill það fyrir hvern mun þorna upp og verða grænt; og þó að græni liturinn sé allra bezti litur í sinni röð, einkum á grasi, þá fer hann sannarlega ekki vel á vatni; og því verður ekki neitað að yndisleikur Mudfogs minnkar heldur einmitt við það, að þessu skuli vera svona varið, þó lítið sé. Mudfog er heilnæmur staður- mjög heilnæmur; - rakasamur, ef til vill, en ekkert verri fyrir það, það er hreinn misskilningur að halda að raki sé óhollur; plöntur þrífast best í raka, og hvers vegna ættu þá ekki menn að gera það? íbúum Mudfogs ber öllum saman um það, að það sé ekki til betra kyn manna á öllum jarðarhnettinum en þar; þar höfum vér þegar óræka og sanna mótbáru móti þessari villu, sem almenningur veður í. Vér könnumst þá við það, að Mudfog er rakasamur bær, en vér tökum það skýrt fram að hann er heilnæmur. Síðan er nánar vikið að fegurð Mudfog-bæjar, m.a. í húsagerðarlist. Um ráð- húsið segir að það sé „eitt það fegursta sýnishorn af hreysagerðarlist, sem enn er til; þar er sameinaður stíllinn á svínastíu og tegarðs-kassa, og það er óvanaleg fegurð í einfeldninni á fyrirkomulaginu.“ Þar blikar ljós í gluggum, sem „minnti íbúa Mudfog-bæjar á, að þeirra litli löggjafa-hópur væri að gaufa saman, langt burtu í náttmyrkrinu, fyrir velferð landsins, líkt og annar stærri og nafntog- aðri hópur sömu tegundar, sem er töluvert hávaðasamari, en ekki lifandi vit- und djúphyggnari.“12 Sú stærri samkoma sem hér er vísað til er vitaskuld sjálft
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.