Andvari - 01.01.2012, Side 144
142
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
breska þingið. Kaldhæðni Dickens fer ekki leynt frekar en endranær. Sjálft nafn
bæjarins segir sitt - dregið í senn af „mud“ og „fog“ (leðju og þoku).
I öðru tímariti vestanhafs, Freyju, sem skörungurinn Margrét J. Benedictsson
stýrði, birtist í þremur hlutum um aldamótin 1900 nóvella Dickens „Doctor
Marigold". Hún er gott dæmi um samúð Dickens með lítilmagnanum en einn-
ig um feimnisleysi hans við tilfinningasemi. Eftir að farandsalinn Marigold
hefur misst dóttur sína og eiginkonu (en sú kona hefur reyndar verið hin
versta, bæði manni sínum og dóttur), tekur hann til sín mállausa og heyrnar-
lausa stúlku - sem umheimurinn hefur gefið upp á bátinn - og kemst í sam-
band við hana með táknmáli og með því að kenna henni að lesa og skrifa.
Saman mynda þau nýja fjölskyldu. Hún kynnist síðar manni, einnig heyrnar-
lausum, og þau halda til útlanda. Sambandið slitnar á milli þeirra en lok sög-
unnar segja frá endurfundum og það segir líka sitt að Dickens lætur þá verða
á jólunum. Sögunni lýkur svo:
I þessu kom Sophy mín inn og vafði höndunum um hálsinn á mér, og slíkt hið sama
gjörði litla stúlkan hennar líka, og þarna var maðurinn hennar að hrista og kreista á
mér hendina og snöri sér undan, eins og hann fyriryrði sig fyrir tárin sem læddust
niður kinnar hans. Svo urðum við öll að hrista okkur dálítið upp, áður en við gátum
sagt nokkuð verulegt og komist til rólegheita. Þegar við vorum búin að ná okkur, og
ég sá barnið, sem ánægjan skein út úr, tala við móður sína með sömu teiknunum sem
ég kenndi henni, þegar hún sjálf var lítið barn, þá streymdu meðaumkunar og gleðitár
niður kinnar mínar.13
Þessi saga birtir í hnotskurn mikilvægi fjölskyldunnar í sagnaheimi Dickens
en sýnir líka hvað hann telur fjölskylduna vera brothætt fyrirbæri. Dickens
varð í lifandi lífi ekki aðeins áberandi baráttumaður fyrir mannúðlegra og
réttlátara samfélagi, heldur jafnframt talsmaður siðferðisgilda sem hann
tengdi mjög við fjölskylduna sem uppsprettu og vettvang hinna bestu mann-
kosta, auk ástar og gagnkvæms stuðnings. Með þessu setti hann sjálfan sig
og fjölskyldu sína í vissa ábyrgðarstöðu. Hann og kona hans eignuðust tíu
börn og komust níu þeirra á legg. Þótt fjölmiðlun væri með öðru móti þá en
nú er raunin, þurfti Dickens að leggja nokkuð á sig til að tryggja ásýnd fyrir-
myndar-fjölskyldulífs þar sem hann var hinn góði faðir og eiginmaður. Þetta
reyndist erfitt þegar fram í sótti og hann flutti að lokum frá konu sinni og bjó
síðustu árin með ungri leikkonu sem hann varð ástfanginn af. Um þetta hefur
mikið verið rætt og ritað. Þýdd grein eftir Daniel Forson, sem birtist í Lesbók
Morgunblaðsins 1970, hefst með þessum orðum: „Alla ævi leitaði Charles
Dickens að hinum eina og sanna lífsförunaut. Þegar hann tók að nálgast miðj-
an aldur varð þessi þörf að hreinustu ástríðu “14
Þetta hefur ekki verið auðvelt við að eiga fyrir mann sem reyndi að vera
öðrum skínandi fyrirmynd en var að því er virðist í ástlausu hjónabandi og