Andvari - 01.01.2012, Page 146
144
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
raunar oft lítið til - og birtu þær í íslenskum þýðingum. Eftir því sem ég
kemst næst eru eftirfarandi sagnaverk þau fyrstu sem birtust eftir Dickens í
íslenskum þýðingum (einungis í einu tilviki er nafns þýðanda getið með þýð-
ingunni):
„Drykkjurúturinn" [„The Drunkard’s Death“; úr Sketches by Boz], þýðandi Sigurður
Jónasson\, íslendingur [Reykjavík], 17.-18. hefti, 1860.
„Systurnar í Jórvík“ [„The Five Sisters of York“; úr Nicholas Nickleby], Ný sumargjöf
[Kaupmannahöfn], 1861.
„Hvíta skipið“ [„The White Ship“; úr A Child’s History of England], Norðanfari
[Akureyri], XXIV árg., 9.-12. hefti, 1885.
„Stjórnarstörf Mr. Tulrumbles“ [„Public Life of Mr. Tulrumble“; úr The Mudfog Papers
and Other Sketches], Lögberg [Winnipeg], I. árg., 1.-6. hefti, 1888-1889.
„Gekk í gildruna“ [„Hunted Down“], Lögberg, VII. árg., 19., 21., 22., og 30.-36. hefti,
1894-1895.
„Stjarnan“ [,,A Child's Dream of a Star“], Almanak Olafs S. Thorgeirssonar
[Winnipeg]. III. árg., 1897 (útg. 1896).
„Saga barnsins“ [„The Child's Story"], Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar. V. árg„ 1899
(útg. 1898).
„Doctor Marigold“, Freyja [Winnipeg], III. árg., 1.-5. hefti, 1900-1901.
Af langdregnum sögum
Framan af kynntust íslenskir lesendur því Dickens fyrst og fremst sem höfundi
smásagna og nóvella, sem er athyglisvert í ljósi þess að hann varð snemma
einn þekktasti skáldsagnahöfundur Vesturlanda. Síðar meir hefur þótt aug-
ljóst að hann sé meðal lykilhöfunda í deiglu og þróun skáldsögunnar á nítj-
ándu öld og þar með í aðdraganda þeirrar skáldsagnaritunar sem blómstraði
á 20. öld þegar skáldsagan var orðin ráðandi bókmenntagrein beggja vegna
Atlantshafsins - og þá sem listrænt tjáningarform ekki síður en afþreyingar-
miðill. Að vísu kemst skáldsagan fremur seint í þessa lykilstöðu á Islandi,
sennilega ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar, og það skýrir að nokkru
leyti sérstæða sögu Dickens á slóðum íslenskrar tungu.
Árið 1906 kom loks út skáldsaga eftir Dickens á íslensku. Það var Oliver
Twist. Páll Eggert Olason sagnfræðingur þýddi bókina. Þýðingin hefur að
geyma alla 53 kafla frumtextans, en sumir þeirra eru nokkuð styttir - og
er þetta þó heillegasta íslenska þýðingin sem birst hefur á skáldsögu eftir
Dickens. Oliver Twist er ein þeirra persóna sem þykja nokkuð einhliða hjá
Dickens. Hann er saklaus og góður drengur og honum verður ekki spillt, allt
eins þótt hann lendi í slagtogi við og í einskonar fangavist hjá glæpahópi í
undirheimum Lundúnaborgar. En Oliver Twist er í reynd einkonar spegill