Andvari - 01.01.2012, Page 151
ANDVARI
DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS
149
That punctual servant of all work, the sun, had just risen, and begun to strike a light on
the morning of the thirteenth of May, one thousand eight hundred and twenty-seven,
when Mr. Samuel Pickwick burst like another sun from his slumbers, threw open his
chamber window, and looked out upon the world beneath. Goswell Street was at his feet,
Goswell Street was on his right hand - as far as the eye could reach, Goswell Street
extended on his left; and the opposite side of Goswell Street was over the way. „Such“,
thought Mr. Pickwick, „are the narrow views of those philosophers who, content with
examining the things that lie before them, look not to the truths which are hidden
beyond. As well might I be content to gaze on Goswell Street for ever, without one
effort to penetrate to the hidden countries which on every side surround it.“ And having
given went to this beautiful reflection, Mr. Pickwick proceeded to put himself into his
clothes, and his clothes into his portmanteau. Great men are seldom over scrupulous in
the arrangement of their attire; the operation of shaving, dressing, and coffee-imbibing
was soon performed: and in another hour, Mr. Pickwick, with his portmanteau in his
hand, his telescope in his great-coat pocket, and his note-book in his waistcoat, ready
for the reception of any discoveries worthy of being noted down, had arrived at the
coach stand in St. Martin’s-le-Grand.
„Cab!“ said Mr. Pickwick.26
Hin stundvísa þjónustumær allrar iðjusemi, sólin, var nýrisin og tekin að bregða birtu
sinni á morgun hins þrettánda maí, eitt þúsund áttahundruð tuttuguogsjö, þegar herra
Samuel Pickwick braust líkt og önnur sól úr blundi sínum, snaraði upp herbergis-
glugganum og leit út yfir heiminn fyrir neðan. Goswellstræti var beint af fótum fram,
Goswellstræti var honum til hægri handar - eins langt og augað eygði, Goswellstræti
teygði sig líka til vinstri; og öndverð hlið Goswellstrætis var hinumegin við götuna.
„Slík“ hugsaði herra Pickwick, „eru hin þröngu sjónarsvið þeirra heimspekinga sem
láta sér nægja að kanna það sem við þeim blasir en líta ekki eftir þeim sannindum er
leynast að baki. Þannig gæti einnig ég unað mér við að einblína á Goswellstræti að
eilífu, án minnstu viðleitni til að steðja inn á þær huldu lendur sem umlykja það á allar
hliðar." Er hann hafði veitt þessari fögru hugleiðingu framrás, tók herra Pickwick að
draga á sig fötin og setja föt niður í tösku. Stórmenni eru sjaldan tildursöm í klæðaburði;
brátt var lokið þeim umsvifum er fólust í að klæðast, raka sig og innbyrða kaffi, og innan
klukkustundar var herra Pickwick kominn á vagnstöðina við St. Martin‘s-le-Grand,
með ferðatösku í hendi, sjónaukann í frakkavasanum og minnisbókina í vestinu,
reiðubúinn að mæta öllum þeim uppgötvunum sem verðskulduðu að færast til bókar.
„Vagn!“ hrópaði herra Pickwick.
Það fer vart framhjá lesendum hvað það er í hinum „langdregna“ texta Dickens
(svo vísað sé til íslenskra umsagna um skáldsögur hans) sem fer forgörðum í
hinni styttu íslensku gerð: kímnin og kaldhæðnin, myndmálið, orðalengingar
(ef við viljum kalla þær það) sem fela í sér heilmikinn leik og tengjast hinni
skoplegu mynd af landkönnuðinum mikla, stórmenninu, sem telur sig greini-
lega fara vel út úr samanburði við staðbundna heimspekinga, sem sjá ekki
lendurnar í fjarska. í reynd er Pickwick líkt og eftirmynd hinna bresku ný-
lenduherra sem lögðu undir sig heiminn, nema hvað hann er að fara í ferðalag
um nálægar sveitir þar sem mannlífið birtist í skondnum myndum.