Andvari - 01.01.2012, Page 152
150
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
Hið eina af þekktustu skáldverkum Charles Dickens sem sýndur hefur verið
fullur sómi í íslenskum bókmenntaheimi er nóvellan „A Christmas Carol“.
Tvær prýðilegar og óstyttar þýðingar hafa birst á þessari víðkunnu jólasögu. I
þýðingu Karls Isfelds heitir hún „Jóladraumur. Saga um reimleika á jólunum“
og birtist með tveimur öðrum jólasögum Dickens, einnig í þýðingu Karls, í
bók sem nefnist Jólaævintýri og kom út 1942. Árið 1986 birtist „A Christmas
Carol“ í þýðingu Þorsteins frá Hamri og nefnist hún einnig Jóladraumur og
undirtitillinn er Reimleikasaga frá jólum.
Ekki er úr vegi að draga saman í töflu þær þýðingar á verkum Dickens sem
birst hafa á íslenskum bókamarkaði (eitt þeirra verka reynist þó ekki vera eftir
Dickens). Verkunum er raðað eftir birtingartíma:
1906. Oliver Twist [stytt gerð]. Þýðandi Páll Eggert Ólason. Reykjavík: Þorvarður
Þorvarðsson. Önnur útgáfa 1964.
[1918. Góða stúlkan [„The Sickness and Health of the People of Bleaburn" eftir Harriet
Martineau, birt á íslensku undir höfundarnafni Charles Dickens]. Þýð. Bjarni
Jónsson. Reykjavík: Gutenberg.]
1933. Davíð Copperfield [verulega stytt gerð]. Þýð. Sigurður Skúlason. Reykjavík:
Æskan. Önnur útgáfa 1964.
1938. Lífsferill lausnarans [The Life ofOur Lord]. Þýð. Theodór Árnason. Reykjavík:
Bókaforlag Jóns Helgasonar. Önnur útgáfa 1988.
1942. Jólaœvintýri [,,A Christmas Carol“, „The Chimes“ og „The Cricket on the
Hearth“]. Þýð. Karl ísfeld. Reykjavík: Stjörnuútgáfan 1942. Þýðing Karls á fyrstu
sögunni, „A Christmas Carol“, var endurbirt sem sérstök bók,Jólaœvintvri, árið
2009.
1943. Oliver Twist [verulega stytt]. Þýð. Hannes J. Magnússon. Reykjavík: Æskan.
Önnur útgáfa 1964, þriðja útg. 1980, fjórða útg. 1989, fimmta útg. 2004
(endurprentuð 2009).
1944. Nikulás Nickleby [verulega stytt]. Þýð. Haraldur Jóhannsson og Hannes Jónsson.
Reykjavík: Bókaútgáfan Ýmir.
1950. Ævintýri Pickwicks [The Pickwick Papers, verulega stytt]. Þýð. Bogi Ólafsson.
Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
1986. Jóladraumur [,,A Christmas Carol“]. Þýð. Þorsteinn frá Hamri. Reykjavík:
Forlagið. Önnur útgáfa 1991.
Aðlaganir, tannstöngull og skáldsaga
Bókalistinn hér að framan segir þó ekki alla söguna um hlut Dickens í ís-
lensku bókmennta- og menningarlífi. í fyrsta lagi hefði þurft að framlengja
þann lista sem birtur var framar í greininni yfir stakar sögur Dickens sem hafa
birst í blöðum og tímaritum (og verið lesnar í útvarpi). í öðru lagi hafa verk
Dickens birst í margvíslegu aðlöguðu formi á íslenskum vettvangi. Sumar ís-
lensku þýðinganna á bókalistanum eru raunar svo styttar og birta svo breytta