Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 164

Andvari - 01.01.2012, Page 164
162 HJALTI HUGASON ANDVARI málanefndarinnar 1904-1906 og lögðu grunn að löggjöfinni 1907. Þetta voru prestaskólakennararnir Eiríkur Briem (1846-1929) og Jón Helgason (1866- 1942) auk Árna Jónssonar (1849-1916) prófasts á Skútustöðum. Lárus H. Bjarnason (1866-1934) sýslumaður klauf sig frá nefndinni en hann aðhylltist m.a. aðskilnað ríkis og kirkju.19 I biskupstíð Þórhalls stóð raunar aðeins eitt mál út af borðinu varðandi þá stefnu sem þegar hafði verið mótuð af hálfu þjóðkirkjunnar. Það var þó vissu- lega mikilvægasta málið sem kom til kasta kirkjumálanefndarinnar og klauf hana, en það laut að tengslum ríkis og kirkju. Er þar átt við tillögu meirihlut- ans um stofnun kirkjuþings fyrir þjóðkirkjuna sem komið hefði á sjálfstæðri þjóðkirkju í stjórnarskrárbundnum tengslum við ríkisvaldið eða líku fyrir- komulagi og komst á í lok tuttugustu aldar. I biskupstíð sinni fylgdi Þórhallur þessari stefnu vissulega eftir við stjórnvöld en aðhylltist þó sjálfur róttækari afstöðu sem hefði mátt koma betur fram í ævisögu hans. I minningargrein um Þórarin Böðvarsson gagnrýndi Þórhallur fyrrgreinda stefnu um sjálfstæði og ríkisvernd kirkjunni til handa á nokkuð napran hátt: Fullt sjálfræði fyrir kirkjuna, og áhyggjulaust uppeldi veitt af ríkinu. Það er hin margítrekaða tilraun kirkjuhöfðingja að hafa bæði í bak og í fyrir, sjálfræðið og ábyrgðarleysið, sem jafnan mistekst.20 Á þessum tíma aðhylltist Þórhallur aðskilnað ríkis og kirkju sem mikið var ræddur um þessar mundir.211 riti sínu lætur Oskar Guðmundsson að því liggja að síðar hafi Þórhallur sannfærst um ókosti fríkirkjufyrirkomulags og skipt um skoðun.22 Vart er mögulegt að skilja ummælin öðru vísi en svo að hann hafi gerst fráhverfur aðskilnaði. Raunin var eiginlega hin gagnstæða þar sem segja má að hann hafi gerst róttækari. Þórhallur var virkur í umræðunni um aðskilnað mestan hluta biskupstíðar sinnar.23 Virðist hann hafa litið svo á að aðskilnaður væri óhjákvæmilegur og að biskupi bæri að hafa skoðanir á honum og taka þátt í að móta með hvaða hætti hann yrði gerður. Enn á síðasta æviári sínu taldi hann aðskilnað hafa jákvæðar hliðar og hvergi virðist hann hafa mælt gegn honum. Virðist því mega líta svo á að Þórhallur hafi allt til æviloka litið svo á að fríkirkjufyrirkomulag væri það sem koma skyldi og að hann hafi viljað leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða með farsælu móti. í einu veigamiklu atriði virðist Þórhallur hafa skipt um skoðun einhvern tímann á árabilinu 1909-1911. Fyrir þennan tíma leit hann svo á eins og al- mennt var gert að í kjölfar aðskilnaðar ætti að koma hér á fríkirkju er væri sem líkust þjóðkirkjunni að öllu skipulagi. Frá 1911 leit hann aftur á móti svo á að eftir aðskilnað ætti hver söfnuður að vera sjálfstæð eining er réði sér í grundvallaratriðum sjálf. Hugmyndir hans rúmuðu því ekki kirkjuþing nema þá með mun þrengra valdssviði en óskir kirkjumanna almennt gengu út á. Þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.