Andvari - 01.01.2012, Page 177
ANDVARI
BRAUTRYÐJANDI, ELDHUGI OG TRÚMAÐUR
175
Brautrydjandi, eldhugi og trúmaður
Það er athyglisvert að gaumgæfa hvaða einkunnir ævisöguritararnir þrír gefa
persónum sínum. Allar eru þær við hæfi. Þórhallur Bjarnarson var brautryðj-
andi þótt vissulega væri það ekki endilega á sviði kirkjumála eða guðfræði.
Bjarni Þorsteinsson var eldhugi þótt það væri hugsanlega einkum á sviði
þjóðlagasöfnunar og Haraldur Níelsson var öðru fremur trúmaður. Raunar
má gefa Haraldi allar einkunnirnar. Þá var Bjarni um margt brautryðjandi,
t.d. í tónsmíðum sínum í árdaga íslenskrar „nútímatónlistar“. Ef persónuleiki
Þórhalls var í jafnmiklu jafnvægi og fram kemur í sögu hans getur hann tæp-
ast kallast eldhugi. Hér verður engin tilraun gerð til að dæma um persónulega
trú þeirra Þórhalls og Bjarna. Það virðist þó tæpast líklegt að litið hafi verið
á þá sem sérstaka trúmenn um sína daga. Raunar fór andstætt orð af Þórhalli
framan af. A þetta er bent hér til að vekja athygli á að allt er afstætt og merki-
miðar ná skammt til að lýsa heilum einstaklingi.
Tímabilið sem starfsævi Þórhalls, Haralds og Bjarna spannar er mikilvægt
í sögu íslenskrar þjóðar og þjóðkirkju. Það ber að fagna öllum skrifum um
það. Ævisöguformið þrengir vissulega sjónarhornið en saman mynda þessar
prestasögur þarft framlag til ritunar íslenskrar kirkjusögu á öndverðri tuttug-
ustu öld.
HEIMILDIR OG HJÁLPARGÖGN:
Óútgefiö hjá höjúndi:
Hjalti Hugason, án árt.: „Hræsni og heiðarleiki í verkum Þorgils gjallanda". (Handrit að óút-
gefinni grein).
Útgefiö:
Bjarni Þorsteinsson, 1896: „Ræður sjera Páls heitins“. Kirkjublaðið, mánaðarrit handa
íslenzkri alþýðu, VI:4. Reykjavík. Bls. 61-62.
Björn Bjömsson og Pétur Pétursson, 1990: Trúarlíj íslendinga. Félagsfrœðileg könnun.
(Ritröð Guðfræðistofnunar/Studia theologica islandica, 3), Reykjavík, Háskóli íslands.
Björn Jónsson, 1910: „Fyrirlestur síra Bjöms í Miklabæ. Haldinn á prestastefnunni 1910“.
Nýtt kirkjublað. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristilega menning, 1910: 21.
Reykjavík. Bls. 244-251.
Erla Hulda Halldórsdóttir, 2011: Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á
íslandi 1850-1903. Reykjavík, Sagnfræðistofnun, RIKK, Háskólaútgáfan.
Erlendur Haraldsson, 1978: Þessa heims og annars. Könnun á dulrœnni reynslu Islendinga,
trúarviðhorfum og þjóðtrú. Reykjavík, Bókaforlagið Saga.
Friðrik J. Bergmann, 1901: ísland um aldamótin. Ferðasaga sumarið 1899. Reykjavík,
Isafoldarprentsmiðja.
Friðrik J. Bergmann, 1911: Viðreisnarvon kirkjunnar. Reykjavík, ísafoldarprentsmiðja.
Grane,Leif, 1980: „Det teologiske Fakultet 1830-1925.“ Det teologiske Fakultet. (Kpbcnhavns