Andvari - 01.01.2012, Page 185
ANDVARI
MARGLITUR SKJÖLDUR
183
82. Hér segir að Einar Arnórsson hafi verið ‘prófessor í sögu’ en hann var
prófessor í lögfræði þótt hann væri vissulega sögufróður.
101. Árni Björnsson söng aldrei Glúnta með Gunnari Guttormssyni þótt þeir
tækju oft önnur lög saman.
107. Alþjóðastúdentaskákmótið var haldið í Lyon 1954 en á íslandi 1957.
111-113. Frásagan um fararstjórn á Moskvumótinu og gjaldeyri Guðrúnar Á.
Símonar er brengluð. Rétt er hún í bók Sigurjóns Einarssonar, Undir hamra-
stáli, 372-373.
Hanna Karlsdóttir, kona sr. Sigurðar Einarssonar í Holti, söng ekki með
hópnum í Moskvu, heldur Hanna Bjarnadóttir söngkona. Þar lék hljómsveit
Gunnars Ormslev, en ekki Hauks Morthens þótt hann væri söngvari með
hljómsveit Gunnars.
113. Eysteinn Þorvaldsson sagði sig úr háskólanum í Leipzig af pólitískum
ástæðum með greinargerð til háskólayfirvalda en ekki vegna ágreinings við
‘gluggaþvottamenn’.
115. ‘Allt sprakk með þíðunni þegar Gorbatsjof komst til valda.’ Hin svokall-
aða ‘þíða’ var jafnan notuð um bætt samskipti austurs og vesturs á stjórnar-
árum Krústjofs aldarfjórðungi fyrir daga Gorbatsjofs.
116. Hannibal Valdimarsson var ekki ráðherra og ekki einu sinni orðinn for-
seti ASÍ þegar Arnór sonur hans fór til náms í Moskvu 1954.
116. Gunnar Guttormsson hóf ekki nám í menntadeild MA, þótt hann hefði
sambærilegar einkunnir á landsprófi og Hjörleifur tvíburabróðir hans. Hann
þurfti að vinna við búrekstur foreldra þeirra á Hallormsstað næstu tvo vetur
eftir landspróf og fór síðan í iðnskóla, enda hafði hann alltaf meiri hug á
verknámi.
116-117. Faðir þeirra Guttormssona var dyggur stuðningsmaður Eysteins
Jónssonar í Framsóknarflokknum og gat því varla talist mjög ‘vinstri sinn-
aður’. Móðir þeirra mun hinsvegar hafa kosið með sósíalistum eftir inngöng-
una í Nató 1949.
117. Hjörleifur Guttormsson sótti af eigin hvötum um nám í líffræði í Leipzig,
en var ekki ‘sendur’ þangað þótt Einar Olgeirsson hefði milligöngu um
námspláss. Hann starfaði ekki ‘í flokknum’ SED, valdaflokknum í Austur-
Þýskalandi, frekar en aðrir íslenskir námsmenn í DDR, þótt margir þeirra
væru skráðir í Æskulýðsfylkinguna heima.
Hjalti Kristgeirsson valdi líka sjálfur að komast til Ungverjalands þótt
Einar Olgeirsson hjálpaði vissulega til. Hann kveðst ekki hafa verið neinn