Morgunblaðið - 25.11.2022, Side 64

Morgunblaðið - 25.11.2022, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL64 Afsláttur af Möttu Mattri innanhúss- málningu Afsláttur af myndlistar- vörumFríar litaprufur AFSLÁTTARHELG I LÖNG FÖSTUDAG T I L ÞR IÐJUDAGS Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Kristín Ísleifsdóttir, keramiker og myndlistarkennari – 70 ára Með hendurnar í leir ogmold K ristín Ísleifsdóttir fæddist 25. nóvember 1952 í Reykjavík. Hún ólst upp þar, sem og á Hólmavík og Hvolsvelli. Flest grunnskólaárin var Kristín í Langholtsskóla. „Ég átti að taka landspróf í Skógum undir Eyjafjöll- um, en þá bjuggum við á Hvolsvelli þegar faðir minn var héraðslæknir Suðurlands. Ég vildi frekar vera í Reykjavík hjá móðurforeldrummín en að vera á heimavist og tók því landsprófið í Reykjavík. Það sama var með framhaldsskólaárin. Ég hafði meiri áhuga á að vera í Reykjavík en að fara á heimavist á Laugarvatni og var áfram hjá ömmu og afa. En ég var alla páska, jól og á sumrin hjá foreldrummínum. Ég er elst af fimm systkinum og það var nóg að gera við að passa þau því við bjuggum fyrir ofan læknastofurnar og mamma að- stoðaði pabba mikið í hans störfum.“ Kristín útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1972. „Þar myndaðist góður vinkonuhópur sem enn heldur nánu sambandi og fagnaði t.d. sjötugsafmælunum saman.“ Á menntaskólaárunum kynntist Kristín verkum japanska kvik- myndagerðarmannsins Kurosawa og heillaðist þá af Japan. Hún ákvað að fara í háskólanám þangað og fór með þáverandi eiginmanni sínum, sem stundaði nám þar í veiðarfæra- verkfræði. Þau voru fyrstu íslensku námsmennirnir sem kláruðu BA- og BS-gráður við japanska háskóla. Kristín útskrifaðist frá Tokyo Designers College í Japan árið 1979 sem vöruhönnuður. „Ég vildi læra keramik í Japan, en ef maður fer til meistara í keramik þar þá verður maður að eyða fyrstu árunum í að sópa gólf og hella upp á te. Það fannst mér vera tímaeyðsla og þarafleiðandi fór ég í háskólanám í vöruhönnun, en þar var hægt að vinna með leir og gler og ýmis önnur efni. Svo þegar ég lauk náminu þá þurfti ég að bíða í eitt ár eftir manninummínum og var svo heppin að fá vinnu á postulíns- verkstæði hjá einum kennaranum mínum. Ég lærði ofboðslega mikið hjá henni og lærði eiginlega mest á verkstæðinu þar.“ Kristín lauk námi í kennslu- réttindunum fyrir grunn- og fram- haldsskólastig frá Listaháskóla Ís- lands árið 2006. Hún hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í Bandaríkj- unum, Japan og Ungverjalandi. Eftir heimkomu frá Japan stofnaði Kristín keramikverkstæðið Menju ásamt Sóleyju Eiríksdóttur og Hildi Sigurbjörnsdóttur, en verkstæðið var á horni Lindargötu og Frakkastígs. Meðfram vinnu sinni við keramikið hefur Kristín kennt leirmótun og hönnun á öllum skólastigum. Síðast- liðin 15 ár hefur hún kennt við list- og verkgreinadeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Árið 2016 gaf hún út tvær kennslubækur um leirmótun fyrir grunnskólanemendur í sam- vinnu við Menntamálastofnun. Kristín var virk í sýningarhaldi á árunum 1980-2010. Hún sýndi verk sín bæði innanlands og utan og á verk í eigu safna á Íslandi og í Japan. „Ég kynntist mörgum skólafélögum Sóleyjar í nýja málverkinu, eins og það er kallað, og margir komu á verk- stæðið til okkar. Verkin mín breyttust þá úr fínu postulíni í frekjulegan steinleir og stór verk. Þá var eins og maður væri kominn í listina en á 9. áratugnum hrundu allir múrar milli handverks og listar. Ég var svo heppin að á 9. áratugn- um var mikið verið að selja af grafík og keramik og ég gat lifað svolítið vel af listinni.“ Kristín hlaut Hönnunar- verðlaun DV árið 1990. Árið 1981 stóð Kristín að stofnun Íslensk-japanska félagsins ásamt öðrum aðdáendum japanskrar menn- ingar. Hún var formaður félagsins af og til í samtals 12 ár. Í formennskutíð sinni stóð hún að allt að 30 menn- ingarviðburðum í Japan og á Íslandi. Hún tók einnig á móti japönskum vísinda- og listamönnum og aðstoðaði þá við störf sín á Íslandi. Ótal margir vísinda- og listamenn, stjórnmála- menn og fólk í viðskiptaerindum slóg- ust í för með henni til Japan í ólíkum erindagjörðum. „Ein af eftirminni- legustu ferðummínum til Japan var með frú Vigdísi Finnbogadóttur.“ Árið 2011 veitti Japanskeisari Krist- ínu heiðursorðu hinnar rísandi sólar (The Order of the Rising Sun) fyrir að stuðla að auknummenningarsam- skiptum og vináttutengslum Íslands og Japan. Í gegnum kennslustörf sín hefur áhugi Kristínar á börnummeð sérþarfir aukist og hefur hún sl. 16 ár unnið í hlutastarfi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, nánar tiltekið á Álfalandi. Áhugamál Kristínar eru allt er Við Kiyomizuhofið í Kýótó Frá vinstri: Þórólfur Jarl Þórólfsson, Yukari Takahashi (japönsk vinkona), Kristín, Lára Jónasdóttir, Eva Dís Pálmadóttir (systurdóttir) og Jón Jónsson (eiginmaður Evu Dísar). Listamaðurinn Kristín á safninu TeamLab Borderless í Tókýó. Varðmenn Verk Kristínar sem samanstóð af 66 „varðmönnum“. Til hamingju með daginn Stjörnuspá Gísli Arnar Guðmundsson 50 ÁRA Gísli er fæddur í Reykjavík, ólst upp á Húsavík en býr á Akureyri. Hann lauk vélskólanámi við Verkmenntaskólann á Akureyri og er deildarstjóri ástandsgrein- ingar hjá tækniþjónustufyrirtækinu HD á Akureyri. Gísli er einnig atvinnukafari. Áhugamálin eru Enduro-hjól og ljósmynd- un. Hann gaf út ljósmyndabókina Undirdjúp Íslands. FJÖLSKYLDA Eiginkona Gísla er Fjóla Ákadóttir, f. 1980, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Börn þeirra eru Birta, f. 2008, Kári, f. 2010, og Tinna, f. 2015. Foreldrar Gísla eru Gerður Gísladóttir, f. 1955, leikskólakennari, búsett á Akureyri, og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, f. 1954, listamaður, búsettur á Spáni. Nýr borgari Reykjavík Axel Koa Lerrin fæddist 4. janúar 2022. Hann vó 4.048 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ösp Jónsdóttir og Jesper Lerrin. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Frumleiki þinn færir þér gæfu og ótal tækifæri. Láttu samt árangurinn ekki stíga þér til höfuðs. Þú ættir að vera á varðbergi í peningamálum. 20. apríl - 20. maí B Naut Þeir erfiðleikar sem þér finnst þú vera að glíma við eru meiri í huganum en í raunveruleikanum.Taktu vel á móti vini sem leitar til þín. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum, fleiri en þú áttar þig á. Haltu áfram að sinna áhugamálunum. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Þar sem þér hefur verið falin aukin ábyrgð þarftu að leggja aukna rækt við að fá hvíld frá öllu inn á milli. Láttu það eftir þér að dekra við þig. 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Þú kannt að njóta lífsins og það er mikið að gera í félagslífinu. Þér hættir til að gera of mikið úr hlutunum, andaðu djúpt og teldu upp að tíu. 23. ágúst - 22. september F Meyja Láttu óttann ekki hindra þig í að ná takmarki þínu. Tilfinningar þínar eru ruglingslegar, viltu vera í sambandi eða ekki? 23. september - 22. október G Vog Sannleikanum verður hver sárreið- astur. Tíminn vinnur með þér í vissu máli. Láttu ekki slá þig út af laginu og haltu þínu striki, sama hvað á þér dynur. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Það er kominn tími til að slaka á og hafðu engar áhyggjur því heimurinn ferst ekki rétt á meðan. Einhver spennandi daðrar við þig í dag. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Gættu þess að láta ímynd- unaraflið ekki hlaupa með þig í gönur. Nú verður þú að gera upp við þig hvort þú ætlar að stækka við þig eða ekki. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Nú ertu komin/n með lausn á vandamálinu sem hefur verið að naga þig að undanförnu. Makinn kemur á óvart með óvæntri gjöf. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Þú getur ekki hamið eftir- væntingu þína og þitt góða skap smitar út frá sér í allar áttir. Fólk leitar til þín með alls konar vandamál. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Sinntu þeimmálum, sem þú hefur látið sitja á hakanum og láttu aðra um að dansa í sviðsljósinu. Þú átt skilið að slaka á og munt líklega fara til útlanda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.