Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL64 Afsláttur af Möttu Mattri innanhúss- málningu Afsláttur af myndlistar- vörumFríar litaprufur AFSLÁTTARHELG I LÖNG FÖSTUDAG T I L ÞR IÐJUDAGS Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Kristín Ísleifsdóttir, keramiker og myndlistarkennari – 70 ára Með hendurnar í leir ogmold K ristín Ísleifsdóttir fæddist 25. nóvember 1952 í Reykjavík. Hún ólst upp þar, sem og á Hólmavík og Hvolsvelli. Flest grunnskólaárin var Kristín í Langholtsskóla. „Ég átti að taka landspróf í Skógum undir Eyjafjöll- um, en þá bjuggum við á Hvolsvelli þegar faðir minn var héraðslæknir Suðurlands. Ég vildi frekar vera í Reykjavík hjá móðurforeldrummín en að vera á heimavist og tók því landsprófið í Reykjavík. Það sama var með framhaldsskólaárin. Ég hafði meiri áhuga á að vera í Reykjavík en að fara á heimavist á Laugarvatni og var áfram hjá ömmu og afa. En ég var alla páska, jól og á sumrin hjá foreldrummínum. Ég er elst af fimm systkinum og það var nóg að gera við að passa þau því við bjuggum fyrir ofan læknastofurnar og mamma að- stoðaði pabba mikið í hans störfum.“ Kristín útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1972. „Þar myndaðist góður vinkonuhópur sem enn heldur nánu sambandi og fagnaði t.d. sjötugsafmælunum saman.“ Á menntaskólaárunum kynntist Kristín verkum japanska kvik- myndagerðarmannsins Kurosawa og heillaðist þá af Japan. Hún ákvað að fara í háskólanám þangað og fór með þáverandi eiginmanni sínum, sem stundaði nám þar í veiðarfæra- verkfræði. Þau voru fyrstu íslensku námsmennirnir sem kláruðu BA- og BS-gráður við japanska háskóla. Kristín útskrifaðist frá Tokyo Designers College í Japan árið 1979 sem vöruhönnuður. „Ég vildi læra keramik í Japan, en ef maður fer til meistara í keramik þar þá verður maður að eyða fyrstu árunum í að sópa gólf og hella upp á te. Það fannst mér vera tímaeyðsla og þarafleiðandi fór ég í háskólanám í vöruhönnun, en þar var hægt að vinna með leir og gler og ýmis önnur efni. Svo þegar ég lauk náminu þá þurfti ég að bíða í eitt ár eftir manninummínum og var svo heppin að fá vinnu á postulíns- verkstæði hjá einum kennaranum mínum. Ég lærði ofboðslega mikið hjá henni og lærði eiginlega mest á verkstæðinu þar.“ Kristín lauk námi í kennslu- réttindunum fyrir grunn- og fram- haldsskólastig frá Listaháskóla Ís- lands árið 2006. Hún hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í Bandaríkj- unum, Japan og Ungverjalandi. Eftir heimkomu frá Japan stofnaði Kristín keramikverkstæðið Menju ásamt Sóleyju Eiríksdóttur og Hildi Sigurbjörnsdóttur, en verkstæðið var á horni Lindargötu og Frakkastígs. Meðfram vinnu sinni við keramikið hefur Kristín kennt leirmótun og hönnun á öllum skólastigum. Síðast- liðin 15 ár hefur hún kennt við list- og verkgreinadeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Árið 2016 gaf hún út tvær kennslubækur um leirmótun fyrir grunnskólanemendur í sam- vinnu við Menntamálastofnun. Kristín var virk í sýningarhaldi á árunum 1980-2010. Hún sýndi verk sín bæði innanlands og utan og á verk í eigu safna á Íslandi og í Japan. „Ég kynntist mörgum skólafélögum Sóleyjar í nýja málverkinu, eins og það er kallað, og margir komu á verk- stæðið til okkar. Verkin mín breyttust þá úr fínu postulíni í frekjulegan steinleir og stór verk. Þá var eins og maður væri kominn í listina en á 9. áratugnum hrundu allir múrar milli handverks og listar. Ég var svo heppin að á 9. áratugn- um var mikið verið að selja af grafík og keramik og ég gat lifað svolítið vel af listinni.“ Kristín hlaut Hönnunar- verðlaun DV árið 1990. Árið 1981 stóð Kristín að stofnun Íslensk-japanska félagsins ásamt öðrum aðdáendum japanskrar menn- ingar. Hún var formaður félagsins af og til í samtals 12 ár. Í formennskutíð sinni stóð hún að allt að 30 menn- ingarviðburðum í Japan og á Íslandi. Hún tók einnig á móti japönskum vísinda- og listamönnum og aðstoðaði þá við störf sín á Íslandi. Ótal margir vísinda- og listamenn, stjórnmála- menn og fólk í viðskiptaerindum slóg- ust í för með henni til Japan í ólíkum erindagjörðum. „Ein af eftirminni- legustu ferðummínum til Japan var með frú Vigdísi Finnbogadóttur.“ Árið 2011 veitti Japanskeisari Krist- ínu heiðursorðu hinnar rísandi sólar (The Order of the Rising Sun) fyrir að stuðla að auknummenningarsam- skiptum og vináttutengslum Íslands og Japan. Í gegnum kennslustörf sín hefur áhugi Kristínar á börnummeð sérþarfir aukist og hefur hún sl. 16 ár unnið í hlutastarfi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, nánar tiltekið á Álfalandi. Áhugamál Kristínar eru allt er Við Kiyomizuhofið í Kýótó Frá vinstri: Þórólfur Jarl Þórólfsson, Yukari Takahashi (japönsk vinkona), Kristín, Lára Jónasdóttir, Eva Dís Pálmadóttir (systurdóttir) og Jón Jónsson (eiginmaður Evu Dísar). Listamaðurinn Kristín á safninu TeamLab Borderless í Tókýó. Varðmenn Verk Kristínar sem samanstóð af 66 „varðmönnum“. Til hamingju með daginn Stjörnuspá Gísli Arnar Guðmundsson 50 ÁRA Gísli er fæddur í Reykjavík, ólst upp á Húsavík en býr á Akureyri. Hann lauk vélskólanámi við Verkmenntaskólann á Akureyri og er deildarstjóri ástandsgrein- ingar hjá tækniþjónustufyrirtækinu HD á Akureyri. Gísli er einnig atvinnukafari. Áhugamálin eru Enduro-hjól og ljósmynd- un. Hann gaf út ljósmyndabókina Undirdjúp Íslands. FJÖLSKYLDA Eiginkona Gísla er Fjóla Ákadóttir, f. 1980, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Börn þeirra eru Birta, f. 2008, Kári, f. 2010, og Tinna, f. 2015. Foreldrar Gísla eru Gerður Gísladóttir, f. 1955, leikskólakennari, búsett á Akureyri, og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, f. 1954, listamaður, búsettur á Spáni. Nýr borgari Reykjavík Axel Koa Lerrin fæddist 4. janúar 2022. Hann vó 4.048 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ösp Jónsdóttir og Jesper Lerrin. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Frumleiki þinn færir þér gæfu og ótal tækifæri. Láttu samt árangurinn ekki stíga þér til höfuðs. Þú ættir að vera á varðbergi í peningamálum. 20. apríl - 20. maí B Naut Þeir erfiðleikar sem þér finnst þú vera að glíma við eru meiri í huganum en í raunveruleikanum.Taktu vel á móti vini sem leitar til þín. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum, fleiri en þú áttar þig á. Haltu áfram að sinna áhugamálunum. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Þar sem þér hefur verið falin aukin ábyrgð þarftu að leggja aukna rækt við að fá hvíld frá öllu inn á milli. Láttu það eftir þér að dekra við þig. 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Þú kannt að njóta lífsins og það er mikið að gera í félagslífinu. Þér hættir til að gera of mikið úr hlutunum, andaðu djúpt og teldu upp að tíu. 23. ágúst - 22. september F Meyja Láttu óttann ekki hindra þig í að ná takmarki þínu. Tilfinningar þínar eru ruglingslegar, viltu vera í sambandi eða ekki? 23. september - 22. október G Vog Sannleikanum verður hver sárreið- astur. Tíminn vinnur með þér í vissu máli. Láttu ekki slá þig út af laginu og haltu þínu striki, sama hvað á þér dynur. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Það er kominn tími til að slaka á og hafðu engar áhyggjur því heimurinn ferst ekki rétt á meðan. Einhver spennandi daðrar við þig í dag. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Gættu þess að láta ímynd- unaraflið ekki hlaupa með þig í gönur. Nú verður þú að gera upp við þig hvort þú ætlar að stækka við þig eða ekki. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Nú ertu komin/n með lausn á vandamálinu sem hefur verið að naga þig að undanförnu. Makinn kemur á óvart með óvæntri gjöf. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Þú getur ekki hamið eftir- væntingu þína og þitt góða skap smitar út frá sér í allar áttir. Fólk leitar til þín með alls konar vandamál. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Sinntu þeimmálum, sem þú hefur látið sitja á hakanum og láttu aðra um að dansa í sviðsljósinu. Þú átt skilið að slaka á og munt líklega fara til útlanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.