Morgunblaðið - 25.11.2022, Síða 67

Morgunblaðið - 25.11.2022, Síða 67
ÍÞRÓTTIR 67 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Kane verður með í kvöld Gareth Southgate, landsliðsþjálf- ari Englands í fótbolta, staðfesti í gær að landsliðsfyrirliðinn Harry Kane verði klár í slaginn þegar enska liðið mætir því bandaríska á HM í Katar í kvöld. Kane varð fyrir ökklameiðslum í 6:2-sigri Englands á Íran í fyrstu umferð mótsins. Hann hélt áfram í 25 mínútur, en var að lokum tekinn af velli. Eftir skoðun er komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. Bandaríkin gerðu jafntefli við Wales í fyrstu umferðinni. AFP/Giuseppe Cacace Tilbúinn Harry Kane er búinn að hrista af sér ökklameiðslin. Bayern réð ekki við Barcelona Spánarmeistarar Barcelona reyndust ofjarlar Bayern München í gærkvöld þegar liðin mættust á Camp Nou í Meistara- deild kvenna í fótbolta. Barcelona vann öruggan sigur, 3:0, með þremur mörkum í fyrri hluta síðari hálfleiks. Geyse, Aitana Bonmati og Claudia Pina skoruðu mörkin en Glódís Perla Vigg- ósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern. Barcelona er með 9 stig í D-riðlinum og Bayern 6 þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Ljósmynd/Bayern München Bayern Glódís Perla Viggósdóttir leikur í vörn þýska liðsins. Brött brekka í Huelva Ljósmynd/FIBA ErfittKeflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir með tvo spænska varnar- menn í sér í Huelva í gærkvöldi. Sara átti fínan leik og skoraði 16 stig. lStórsigur hjá sterkum Spánverjum EMKVENNA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta átti litla möguleika gegn því spænska er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins 2023 í Huelva á Spáni í gærkvöldi. Yfir- burðir spænska liðsins voru miklir og var ljóst í hvað stefndi frá fyrstu mínútu. Spánn var með 59:16-for- skot í hálfleik og hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik, þrátt fyrir flotta spretti íslenska liðsins, þá sérstaklega í þriðja leikhluta. Urðu lokatölur 120:54. Spænska liðið er það sterkasta í Evrópu, samkvæmt styrkleikalista FIBA, á meðan Ísland er 62. sæti og á meðal neðstu þjóða Evrópu. Það varð því ljóst að verkefnið yrði afar erfitt, sérstaklega þar sem Ísland tefldi fram ungu og óreyndu liði. Getumunurinn á liðunum var því töluverður. Íslenska liðið réð lítið við hraðan og góðan sóknarleik spænska liðsins, sem átti í litlum vandræð- um með að búa sér til opin færi. Hinum megin pressuðu spænsku varnarmennirnir nokkuð á íslensku sóknarmennina og komu þeim þannig í vandræði. Þá hitti Ísland aðeins úr einu þriggja stiga skoti í öllum fyrri hálfleik, gegn átta hjá Spáni. Sú tölfræði batnaði þó tölu- vert í seinni hálfleik. Möguleiki á sigri á sunnudag Ísland þarf ekki að skammast sín fyrir stórt tap á móti Spáni og voru úrslitin í gær viðbúin. Spánverjarn- ir virðast ætla að vinna C-riðilinn örugglega og fara á EM. Spánn er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Ísland er án stiga. Íslenska liðið þarf að vera snöggt að hrista tapið í gær af sér, því liðið mætir Rúmeníu í Laugardalshöll á sunnudaginn kemur. Þar eru möguleikarnir á sigri mun meiri. Rúmenía vann fyrri leik liðanna á heimavelli sínum naumlega, 65:59. Með góðum leik getur Ísland náð í sinn fyrsta sigur í undankeppninni og skilið sátt við landsleikjahléið. Sara Rún Hinriksdóttir var stiga- hæst í íslenska liðinu með 16 stig og Hildur Björg Kjartansdóttir bætti við 13 stigum. „Sádi-Arabar ætla að reyna að fá Cristiano Ronaldo til að spila í landinu eftir að hann var laus allra mála frá Manchester United. Prinsinn Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, sem er íþróttamálaráðherra landsins, stað- festi við Sky News í gær að stefnt væri að því að fá hann til félagsins Al-Hilal en með því leikur stór hluti sádiarab- íska landsliðsins. Manchester United fékk tilboð í Ronaldo frá Sádi-Arabíu síðasta sumar en Ronaldo staðfesti á dögunum að hann hefði hafnað því tilboði. „Belgar vonast til þess að geta teflt fram sóknarmanninum öfluga Romelu Lukaku á sunnudaginn þegar þeir mæta Marokkó á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Lukaku missti af sigurleik Belga gegn Kanada, 1:0, í fyrrakvöld vegna meiðsla en hann hóf æfingar með liðinu í gær. „Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Marteinsson sem hefur leikið lengst af með HK er genginn til liðs við 1. deildar lið Aftureldingar og samdi þar til tveggja ára. Ásgeir, sem er 28 ára sóknar- eða miðjumaður, skoraði sex mörk fyrir HK í 21 leik í 1. deildinni í ár þegar Kópavogsliðið endurheimti sætið í úrvalsdeildinni. Hann hefur leikið 95 leiki í efstu deild með HK, ÍA og Fram og skorað í þeim 14 mörk. „Völsungur er á toppi úrvalsdeildar kvenna í blaki eftir sigur á KA, 3:0, í uppgjöri efstu liðanna á Húsavík í fyrrakvöld. Völsungur er með 13 stig, KA 12, Álftanes 10 og Afturelding 10 í efstu sætunum.Nikkia Benitez var stigahæst hjá Völsungi gegn KAmeð 15 stig en hjá KA var Nera Mateljan atkvæðamest með 12 stig. „Slóveninn Luka Doncic skoraði 42 stig fyrir Dallas Mavericks í fyrrinótt þegar lið hans sótti heim Boston Celtics, topplið Austurdeildar NBA í körfubolta. Hann átti auk þess níu stoðsendingar og tók átta fráköst en Boston vann þó leikinn 125:112. Serbinn Nikola Jokic skoraði 3 stig fyrir Denv Nuggets sem vann Oklahoma City Thund- er á útivelli, 131:126. Chicago Bulls vann óvænt- an útisigur á Milwaukee Buc 118:113, þar se DeMar DeRoza skoraði 36 stig fyrir Chicago og Giannis Antetokounm 36 fyrir Milwaukee. 9 er ks, m n po Fór á kostum í örugg- um sigri Stjörnunnar Stjarnan lenti ekki í neinum vandræðum með Grindavík þegar liðin áttust við í 7. umferð úrvals- deildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, í Garðabæn- um í gærkvöldi. Stjarnan vann að lokum ör- uggan 94:65-sigur. Í leiknum juku Stjörnumenn forskot sitt jafnt og þétt og sáu Grindvíkingar aldrei til sólar. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 5. sæti þar sem liðið er nú með 8 stig. Grindavík er í 7. sæti með 6 stig. Robert Turner fór á kostum og skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna ásamt því að taka átta fráköst. Stigahæstur hjá Grindavík var Damier Pitts með 18 stig og skammt á eftir honum komu Kristófer Breki Gylfason með 16 og Ólafur Ólafsson með 14. Stólarnir kjöldrógu Blika Tindastóll fékk Breiðablik í heimsókn á Sauðárkrók og vann sömuleiðis afar öruggan 110:75-sig- ur. Hreint magnaður annar leikhluti Stólanna, þar sem liðið skoraði 34 stig gegn aðeins 8 stigum Breiða- bliks, varð til þess að staðan var 64:33 í leikhléi. Reyndist eftirleikurinn í síðari hálfleik auðveldur enda um forms- atriði að ræða. Stigahæstur í liði Tindastóls var Antonio Woods með 24 stig og skammt undan var Adomas Drungilas með 22 stig. Hjá Breiðabliki var Julio Afonso stigahæstur með 15 stig. Tindastóll fór með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 8 stig. Breiðablik er áfram í 2. sæti með 10 stig. ÍR vann botnslaginn ÍR fékk þá botnlið Þórs frá Þor- lákshöfn í heimsókn í Breiðholtið og vann nauman sigur, 79:73. Gífurlegt jafnræði var með liðunum allan leikinn en undir blálokin reyndust Breiðhyltingar hlutskarpari og höfðu að lokum sex stiga sigur. Taylor Johns fór fyrir ÍR er hann skoraði 30 stig og tók 13 fráköst að auki. Stigahæstur hjá Þór var Styrm- ir Snær Þrastarson með 23 stig og tók hann auk þess 14 fráköst. Næststigahæstur hjá Þórsurum var Vinnie Shahid með 18 stig. ÍR er eftir sigurinn í 10. sæti deildarinnar með 4 stig. Þór er áfram á botninum, í 12. sæti, með 2 stig. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Öflugur Robert Turner skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna í sigrinum í gær. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ísafjörður: Hörður – Valur .......................... 19 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Úlfarsárdalur: Fram – Stjarnan........... 19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Úlfarsárdalur: Fram U – Þór ................. 17.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Hlíðarendi: Valur Höttur ........................ 18.15 Keflavík: Keflavík – KR .......................... 20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Ármann..... 19.15 Selfoss: Selfoss – Selfoss......................... 19.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – Álftanes................ 19.15 Höfn: Sindri – ÍA ...................................... 19.15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.