Morgunblaðið - 22.12.2022, Page 12

Morgunblaðið - 22.12.2022, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Ómar Ingi Magnússon Nýr þáttur kominn á mbl.is Í öðrum þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handbolta- og landsliðsmanninn Ómar Inga Magn- ússon en hann hefur farið á kostum með Magdeburg í þýsku 1. deildinni frá því hann gekk til liðs við félagið sumarið 2020 og var hann meðal annars útnefndur besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Magdeburg varð Þýskalandsmeist- ari. Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Magdeburg frá Aal- borg en hann skrifað undir fjögurra ára samning í Þýskalandi til að byrja með. Hann var hins vegar verðlaun- aður fyrir góða frammistöðu með liðinu með nýjum fimm ára samningi síðasta sumar og er því samnings- bundinn út keppnistímabilið 2025-26. Ómar Ingi er uppalinn á Selfossi en hann gekk til liðs við Val árið 2014 og lék með liðinu í tvö tímabil áður en hann hélt til Danmerkur árið 2016 og samdi við Aarhus í úrvals- deildinni þar í landi. Hann lék með Aarhus í tvö tímabil áður en hann gekk til liðs við Aalborg í Danmörku þar sem hann lék frá 2018 til 2020. Óvissa fyrir síðasta mót Ómar Ingi varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi en hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari félags- liða með Magdeburg og þá var hann kjörinn íþróttamaður ársins 2021. Alls á hann að baki 66 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 216 mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Tékklandi í undankeppni EM í nóvember 2016. Heimsmeistara- mótið í Svíþjóð og Póllandi verður sjötta stórmót Ómars Inga. „Þetta leit vel út á síðasta móti og við spiluðum vel í riðlakeppninni,“ sagði Ómar Ingi í þættinum þegar hann ræddi gengi landsliðsins á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á þessu ári þar sem Ísland hafnaði í 6. sæti. „Það var ákveðin óvissa, fyrir Evrópumótið, um það hvar við stóð- um sem lið. Ég held að þetta mót hafi opnað augu margra í liðinu varðandi það hvað við getum gert á næstu árum,“ sagði Ómar en stórskyttan fór á kostum á síðasta Evrópumóti, skoraði 59 mörk í átta leikjum og endaði sem markahæsti leikmaður mótsins. Lykilmenn íslenska liðsins leika margir hverjir með mörgum af bestu félagsliðum heims og því eru miklar væntingar gerðar til liðsins fyrir komandi heimsmeistaramót. „Ég finn klárlega fyrir væntingun- um sem eru gerðar til okkar núna. Við viljum að það séu gerðar ákveðn- ar væntingar til okkar og það er bara eitthvað sem við þurfum að takast á við. Það er svo undir okkur sjálfum komið að standa undir þeim og skila góðri frammistöðu,“ sagði Ómar Ingi meðal annars. lStórskyttan Ómar Ingi Magnússon er í lykilhlutverki hjá Þýskalandsmeisturum Magdeburg lÓmar Ingi er uppalinn á Selfossi en hann er á leið á sitt sjötta stórmót með karlalandsliðinu Okkar að skila góðri frammistöðu Morgunblaðið/Hallur Már Magdeburg Ómar Ingi Magnússon hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi þar sem hann er samningsbundinn Magdeburg út keppnistímabilið 2025-26. Morgunblaðið/Hallur Már Fjölskylda Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, eiginkona Ómars, með börnunum Ásthildi Ellý og Jakobi Arnari. Morgunblaðið/Hallur Már Heimavöllur Magdeburg leikur heimaleiki sína í Getec Arena-höllinni sem tekur um 6.600 manns í sæti. SYNIR ÍSLANDS Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.